Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 25
UM ÍSLENZKA LJÓÐLIST Skafl beygjaltn, skalli, þó skúr á )]ig falli. Ast hafðir þú meyja — eitt sinn skal hver deyja. Hvar getur fegurra hetjuljóð á þvílíkri stund? Og þótt bænamál Kolbeins Tumasonar skömmu fyrir andlát hans sé af gagnstæðum toga að því er inni- liald og andlegt viðhorf snertir verður ekki hjá því komizt að skipa því í flokk fegurstu trúarljóða íslenzkra, en það hefst á þessari vísu: Ileyr, himnasmiður, hvers skáldið biður: komi mjúk til mín miskunnin þín. ]>ví heiti eg á þig: þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn — þú ert drottinn minn. Þrátt fyrir liina óvæntu auðmýkt í hugarfari þessa ríkiláta stórbokka leynir höfðingsbragur málfarsins sér ekki. Það varð eittmeðal annars íslenzkri tungu til hamingju hversu kristni lands- manna óx á þjóðlegri rót — jafnvel helgikvæði kaþólsku miðaldakirkjunnar voru eigi aðeins kveðin á móðurmálinu, heldur einnig oftast að dróttkvæðum hætli íslenzkum. Raunar hrepptu þau lika svipuð örlög og dróttkvæðin: hinsr kliðtniklu hrynhendu drápur trúarskáldanna urðu helzti oft innantómt orða- gjálfur, kveðnar fremur fyrir hefðar sakir en í hjartans einlægni. Þó óx í þeim garði sú ljóðurt er „allir vildu kveðið hafa“ — Lilja Eysteins — er þannig heilsar á guðsmóður: Máría, ert þú móðir skærust. Máría, lifir þú sæmd í hárri. Máría, ert þú af miskunn kærust. Máría, léttu syndafári. Máría, lít þau mein er vóru. Máría, lít þú klökk á tárin. Máría, græð þú meinin stóru. Máría, ber þú smyrsl í sárin. Hér er hátturinn að vísu mjög dýr, en þjáningu mikils skálds tekst þó að hefja hið hefðbundna forrn til einfaldrar og djúprar túlkunar. Allt fram að siðaskiptum ómar þannig sá frjálsborni strengur sem frá önd- verðu var aðal Egils og edduskálda. Nýir hættir af erlendum toga ryðja sér að 119

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.