Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lireinum samhljómi hins guðlega, mannlega og barnslega í senn. Nægir að taka tvær þeirra til dæmis: Ormiim sætum eg þig vef — ástarkoss ég syninum gef: livað ég þig nrildan móðgað hef — minnstu ekki á það, kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þér geri eg ei rúm með grjót né tré — gjarnan læt ég hitt í té: vil ég mitt hjartað vaggan sé — vertu nú hjá mér, kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Um Hallgrím Pétursson þarf ekki að ræða — bæn hans í kröminni var öld- um saman það Ijós sem færði nær hverju íslenzku mannsbarni hina einustu huggun: Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi — sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég hurt úr heimi. Aðdragandinn að endurreisn ljóðlistarinnar í þeim skilningi að hún tengist að nýju hinum forna frelsisblævi edduháttanna hefst í rauninni þegar með Stefáni Ólafssyni, sonarsyni Einars í Eydölum, en hann kvað meðal annars þessar ljúflegu vísur: Eik veit ég standa í hláfjalli regindigra og ríka að kvistnm, hver af vovindum vatzt og knúðist — barðist baðmur, en blöð losnuðu. Kvist leit ég standa í kyrrum dal lágan og lítinn, laufum grænan. Hann af byl skæðum barðist hvergi, en geymdi blóm og bar í blálogni. 122

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.