Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 39
HERMANN PALSSON
íslenzkar fornsögur erlendis
Fröðið er komið frá íslandi
skrivað í bók svo breiða.
Úr fœreysku þjótfkvœði.
1
EGAR'oss verður hugsaS um örlög
fornsagna vorra erlendis, mun
þaS einkum vera tvennt, sem rifjast
upp í fljótu bragSi. Annars vegar af-
drif íslenzkra sagnahandrita, sem
grafin eru í útlöndum bókasöfnum,
og hins vegar þýSingar fornsagna á
erlendar tungur, sem gera svo mörg-
um unnt aS njóta þessara listaverka.
Handritasmölunin á 17. og 18. öld
var býsna alvarlegt tilræSi viS íslend-
inga. Fjölmörg handrit, sem skemmtu
þjóSinni og voru hinn snarasti þáttur
í andlegu lífi hennar, voru flutt hurtu
úr landi og falin á bókasöfnum þeirra
þjóSa, sem enga íslenzku kunnu og
litu á handritin sem dauSa forngripi.
Sagnahandritin voru á þann hátt svipt
hlutverki sínu, sem þau höfSu gegnt
af mikilli nauSsyn í íslenzku þjóS-
félagi. AS vísu mun þetta gerræSi
hafa bjargaS mörgum handritum frá
glötun, en slíkt hefur sennilega veriS
lítil raunabót þeim forfeSrum vorum,
sem urSu aS l)úa viS sagnafæS af
þessum sökum. Og mér þykir ekki
ósennilegt, aS vér ættum nú HeiSar-
víga sögu í heilu lagi, ef skinnhand-
ritiS af henni hefSi ekki flækzt til út-
landa, þar sem helmingur þess varS
eldi aS bráS, — en slík urSu örlög
margra íslenzkra handrita í Kaup-
mannahöfn. HeiSarvíga sögu var
miklu lífvænlegra á íslandi en annars
staSar af þeim sökum, aS hér var hún
lifandi bókmenntir: hér var heil þjóS
reiSubúin til aS njóta slíkra sagna og
gera af þeim ný handrit, eftir því sem
hin eldri gengu úr sér.
ÞýSingar fornsagna vorra á aSrar
tungur hafa hins vegar aukiS mjög á
hróSur íslendinga og íslenzkra bók-
mennta meS öSrum þjóSum. MeS
þýSingum, sem gerSar voru á latínu
á 17. öld og síSar, var útlendum
fræSimönnum gert kleift aS kynnast
þeim geysimikla fróSleik, sem fólginn
er í fornsögum vorum. Og fornsögur,
sem snaraS hefur veriS á hinar ýmsu
þjóStungur, öSluSust viS þaS nýtt líf,
enda voru sögurnar margar svo vel
133