Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR úr garði gerðar í öndverðu, að þær geta alls staðar þrifizt, þar sem góðar bókmenntir eru í hávegum hafðar. Slík hafa orðið örlög þessara hað- stofubókmennta, sem upphaflega var ætlað að skemmta íslenzkum sveita- mönnum, að nú eru hinar beztu þeirra taldar til sígildra bókmennta heims- ins. Að vísu þykir oss stundum mikið skorta á, að útlendir rnenn skilji forn- sögur vorar réttum skilningi. En slíkt er þó næsta óhjákvæmilegt. Islenzkt þjóðfélag frá landnámsöld og fram undir vora daga var svo frábrugðið öllum öðrum löndum, að útlendingar geta ekki áttað sig á því fyrr en þeir hafa kynnt sér það af mikilli kost- gæfni. Hugsjónir og hugmyndir for- feðra vorra eru margar hverjar ein- stæðar. Þeirra virðist ekki gæta ann- ars staðar. Fornsögur vorar eru sniðnar við skemmtanaþörf fámennr- ar og strj álbýllar þjóðar á ákveðnum tíma, en útlendingum, sem lesa Njálu, hættir til að gleyma, að hún var rituð í því skyni að skemmta íslenzkum bændum og skylduliði þeirra um 1230 að því er bezt verður séð. Forn- sögur vorar voru ritaðar til að bæta úr brýnni þörf, tilgangur þeirra var að fullnægja skemmtunarkröfum sam- tíðarinnar. Hitt dregur vitaskuld ekki úr gildi þeirra, að íslenzkir hlustend- ur og lesendur kunnu vel að meta sög- ur, sem fjölluðu um raunverulega at- burði, ekki síður en hinar, sem voru einber skáldskapur. Langlífi sitt með íslendingum eiga sögurnar meðal annars því að þakka, hve staðnað þjóðfélagið var allt fram á 19. öld. Sögurnar gátu ekki fyrnzt, af því að þjóðfélagið stóð í stað. Fræðimönnum vorum hættir stund- ur til að verða starsýnt um of á upp- tök sagna, en hirða miður um hitt, hver örlög þeirra urðu síðar. Menn gleyma því stundum, að handrit sagn- anna eru einungis eitt atriði í sögu þeirra. Um margar aldir tíðkaðist sá siður, að sögurnar voru lesnar í heyr- anda hljóði, og því má segja, að þjóðin hafi um langt skeið vanizt því að hlusta á þær ekki síður en lesa þær. Á síðustu öld hefur sú stórbylt- ing gerzt í notkun sagnanna, að nú les þær hver fyrir sig. Margt bendir til þess, að höfundar sagnanna hafi ætl- azt til þess í öndverðu, að þær væru lesnar upphátt. Til þess benda bæði ýmis ummæli í fornum sagnahandrit- um, þar sem vikið er beinlínis að hlustendum, og einnig verður það ráðið af stíl sagnanna, að höfundar þeirra hafa haft áheyrendur ekki síð- ur en lesendur í huga. Og loks eru til um það ýmsar heimildir, að sögur hafi verið lesnar upphátt til skemmt- unar fólki fyrr á öldum. Sumum kann að þykja, að þetta viðhorf skipti litlu máli. En því má aldrei gleyma, hver upphaflegur tilgangur höfunda var. Saga, sem er rituð í því skyni, að hún sé lesin upphátt til skemmtunar mörg- um, lýtur öðrum lögum en verk, sem 134

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.