Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 57
ÆVAR R. KVARAN Nokkur orð um íslenzkan framburð kunnugum manni, sem kæmi til Englands og spyrði þarlendan mann, hvar heyra megi fegurst talaða enska tungu, myndi sennilega ráðlagt að gera eitt af þrennu: Fara í kirkju og hlýða á prédikun, bregða sér í leik- hús í West End í Lundúnum og sjá góða leiksýningu eða hlusta á þuli brezka útvarpsins. Sá, sem hefur sæmilega kunnáttu í enskri tungu getur á augabragði þekkt á máli Englendings, hvort liann hefur hlotið skólamenntun eða ekki. Fram- burður málsins segir til um það. Þetta stafar vitanlega af því, að hver mennt- aður maður her svo mikla virðingu fyrir móðurmáli sínu, að hann leggur rækt við framburð þess, enda yrði hann fljótlega til athlægis ella. Þetta finnst hverjum Englendingi svo sjálf- sagt, að honum kemur ekki í hug að ræða það. Sjálfsagður skilningur á þessu ríkir vitanlega einnig hjá stjórn menntamála; enda finnst tæp- ast sá menntaskóli í öllu landinu þar sem framsögn er ekki tekin alvarlega sem sjálfsagður hluti af námi nem- enda. Þetta á vitanlega við allar þjóð- ir, sem kenna sig við menntun og menningu. Erlendur vinur íslenzkrar menning- ar myndi tæplega trúa því, væri hon- um sagt það, að fagur framburður ís- lenzkrar tungu væri ekki kenndur í einum einasta skóla íslands; að þar væri einungis lögð áherzla á ritað mál. Það er engu líkara en við íslend- ingar höldum, að íslenzk tunga sé einungis ritmálið. En eins og orðið „tunga“ ber með sér, er vitanlega ekki síður átt við talað mál en ritað. Við eigum ágæta málfræðinga og málvís- indamenn, sem hafa ritað talsvert um íslenzku frá ýmsum hliðum; en næst- um allt er það helgað rituðu máli. í skólum eru réttilega gerðar til okkar strangar kröfur um kunnáttu í ís- lenzkri málfræði, bragfræði, setn- ingafræði o. s. frv., og er vitanlega ekki annað en gott um það að segja. Ég hef gengið hina venjulegu menntabraut gegnum barnaskóla, menntaskóla og háskóla, en aldrei minnist ég þess þó, að hafa orðið var 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.