Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 59
NOKKUR ORÐ UM ÍSLENZKAN FRAMBURÐ
Helga Hjörvar og konu hans s.l.
haust, þar sem kveðið er á um verð-
launaveitingar úr þessum sjóði fyrir
fegurst talað mál í útvarp. Var sjóðs-
stofnun þessi fögur kveðja hins þjóð-
kunna útvarpsmanns, sem á s.l. ári lét
fyrir aldurs sakir af löngu og merku
starfi sem skrifstofustjóri útvarps-
ráðs.
Þótt þeim mönnum, sem kenna ís-
lenzku í skólum okkar, ætti ekki að
vera skotaskuld úr því að leiðrétta
meinlegustu villur í framburði nem-
enda, ber hins að minnast, að hér á
landi hefur engin samræming íslenzks
framburðar enn átt sér stað; og má
reyndar segja, að hún hafi ekki verið
framkvæmanleg sökum skorts á nauð-
synlegum undirbúningi. Einn kennari
notar þennan framburð, annar hinn,
og fer það venjulega eftir því hvaðan
menn eru ættaðir af landinu; og sama
máli gegnir vitanlega um okkur leik-
ara, presta, þingmenn og útvarpsþuli
og aðra þá, sem skilyrði hafa til að
móta framburð öðrum fremur.
Það er satt að segja ekki efnilegt
fyrir erlendan stúdent, sem kemur
hingað til Islands til þess að læra að
tala málið. Af kennslubókum í ís-
lenzku fyrir útlendinga er tæplega um
annað að ræða en bók dr. Stefáns
Einarssonar annars vegar og hins
vegar bók Sigfúsar Blöndals, bóka-
varðar. En guð hjálpi þeim stúdent,
sem ætlar að notfæra sér báðar bæk-
urnar, því þá Stefán og Sigfús greinir
á um aðalatriði þessa máls. Hefur
hvor sinn framburð. Er þetta gott
dæmi um ósamræmið og óreiðuna,
sem hefur ríkt og ríkir i þessum efn-
um á íslandi.
Það var því ólítið gleðiefni, þegar
dr. Björn Guðfinnsson hóf rannsóknir
sínar á íslenzkum framburði. En upp-
haf þess máls var það, að á haustþing-
inu 1939 hafði verið ætlað nokkurt
fé á fj árhagsáætlun Ríkisútvarpsins
„til málfegrunar eftir fyrirmælum
kennslumálastjórnarinnar“, eins og
komizt var þar að orði. Var þetta í
fyrsta sinn, sem fé var veitt til mál-
lýzkurannsókna á íslandi.
Tveim árum síðar, eða 1941, eftir
að rannsóknir voru hafnar, kom í
ljós að frekari fjárveitingar væri
þörf, en þáverandi forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, sem einnig fór
með kennslumálin, hljóp þá undir
bagga og veitti aukinn styrk til
greiðslu ferðakostnaðar við mál-
lýzkurannsóknirnar, og árið 1946
kom svo út fyrsta bindi dr. Björns um
mállýzkur, þar sem saman voru tekn-
ar niðurstöðurnar af rannsóknum
hans.
Má segja, að rit þetta hafi ekki ver-
ið byggt á sandi, því dr. Björn og að-
stoðarmenn hans rannsökuðu fram-
burð um það bil 10.000 manna víðs
vegar um land og var framburður
hvers hljóðhafa skráður á sérstakt
spjald. Dr. Björn hugsaði sér þetta
fyrsta bindi af tveim eða þrem, en
153