Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 65
GUÐRÚN í GESTHÚSUM Hvorki meira né minna en það, að þá fæddi Gunna barn sitt og sálgaði því. Hvar fæddi hún barnið? Fyrir austan túngarð, beint austur af norðari fjárhúsunum. Nánari atvik. Sjálfsagt. Lauga hafði haft andvara á sér í nokkrar vikur, því að hún vissi, að hverju draga mundi. Og svo var það þessa nótt, að hún vaknaði við það, að Gunna var horfin úr rúm- inu, en rúmið var volgt, svo að hún gat ekki verið farin fyrir löngu. Lauga smeygði sér í kjólinn og hrað- aði sér út. Um leið og hún kom út úr bæjardyrunum, sá hún, livar Gunna rak hausinn upp fyrir túngarðinn, labbaði svo að hliðinu og inn á túnið, ósköp og skelfing vesaldarleg, gekk til fjárhúsanna og inn í norðari kofann. Lauga hraðaði sér á vettvang, því að hún var svo sannfærð um, að nú ætl- aði hún að eiga krakkann inni í kof- anum og koma honum þar fyrir á ein- hvern hátt. Því að það hafði Lauga lengi vitað, að Gunna hafði ákveðið að bera barnið út, þess vegna var aldrei hægt að sjá neitt á henni, það sér aldrei á konum, sem ætla að bera út börnin sín, djöfullinn sér um það, eins og blessuð yfirvöldin vita manna bezt. Þegar Lauga kom inn í fjárhús- ið, þá sat Gunna í mestu rólegheitum á jötustokknum. Hún stóð á fætur, um leið og hún sá Laugu, tók ekki undir við hana, frekar en hún væri heyrnar- laus, þegar Lauga spurði hana, hvað um væri að vera fyrir henni, en arkar fram hjá henni í dyrunum og beina leið heim að bæjardyrum. Lauga var ákveðin í því að láta hana ekki kom- ast upp með sína óheyrilegu fyrirætl- un og hélt fast á hæla henni rakleitt inn í baðstofu. En sagði vitnið ekki áðan, að stúlk- an hefði alið barnið fyrir austan tún- garðinn ? spurði réttvísin. Jú, það var einmitt það, sem vitnið hafði sagt, og við það skyldi staðið, þótt sverja ætti við eilífa sáluhjálp. En þegar Lauga hitti Gunnu í fjárhús- inu, þá hélt hún, að verknaðurinn væri enn óframinn. Þetta gat ekki neinn tími verið, sem stelpan hafði til að athafna sig bak við garðinn, enda fóru þar hjá tveir menn, eða maður og kona, Lauga þorði ekkert um það að segja, því að þetta hvarf út í þok- una, um leið og hún kom auga á það, enda hafði hún annað um að hugsa þá stundina, því að henni datt strax í hug, að Gunna væri að flýja þetta fólk og leitaði þess vegna til húsanna. Sem sagt, þetta hélt Lauga þá, og þess vegna elti hún hana inn í baðstofu. Og þegar Gunna skreið undir sæng sína, þá fór Lauga líka upp í rúm og hafði á sér sterkan andvara til morg- uns og lét ekkert fram hjá sér fara, sem til tíðinda gæti talizt. En það var einmitt það, sem hún hefði aldrei átt 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.