Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 71
GUÐRÚN í GESTHÚSUM slungið sundurleitum þáttum, að rétt- vísin var kölluð á vettvang til úr- skurðar. Um hávetur lögðu tveir odd- vitar í margra daga útivist til að færa sönnur á, hvar margnefndur sveinn, Finnbogi Ulfarsson, hefði ekki fæðzt. Báðir höfðu meðferðis vottorð við- komandi sóknarpresta um það, að fæðing þessa sveins fyndist hvergi skráð í bókum þeirra. Þá kom oddviti Fljótahrepps með vottorð margra valinkunnra manna, sem allir buðu eið þar á, að Úlfar Sveinsson og ekta- kvinna hans Þorbjörg Pétursdóttir hefðu barnlaus flutt úr sveit þeirra, og auk þess lagði hann fram vottorð frá tveim valinkunnum húsráðendum í öðrum héruðum, þar sem nefnd hjón höfðu náttað í flutningum sínum, og voru þau barnlaus á báðum stöðum. Gegn þessu hafði Páll oddviti fram að færa vottorð tveggja valinkunnra manna í hans hreppi, sem komið höfðu að Birkihlíð tveim dögum eftir komu þeirra hjóna, og hlúði hús- freyja þá að ungbarní. Eftir mikla málssókn og vörn sagði réttvísin málfærslu lokið og lagði málið í dóm. Oddvitar riðu til sinna heima og biðu sinna örlaga. Páll oddviti kom héim árla nætur. Börn og hjú sváfu svefni hinna rétt- látu, en húsfreyja var á fótum og kvað sig hafa dreymt fyrir komu hans. Að loknu áti allra þeirra ljúffengustu og kjarnmestu rétta, sem íslenzkt höfð- ingsetur á völ á, fór oddviti af fötum og gekk til sængur. Hann var þreyttur af flóknu málþófi og langri ferð og svefnsins þurfi. En svo þótti honum sem horfið væri frá gullinni reglu um samlíf þeirra hjóna, ef svefn sigi á brá, áður en þau hjón hefðu notizt eftir tíu daga fjarvistir. En nú brá venju svo frá fyrri háttum, að um það bil sem bóndi gekk til hvílu, hvarf húsfreyja af baðstofupalli, og biðin varð ekki mæld í mínútum, ekki í klukkustundum, ekki einu sinni í ár- um. En allt á þó sín takmörk, og hurð opnaðist um síðir að baðstofupalli, og inn gekk húsfreyja. Treyju sína, ytra pils, sokka og nærskjól bar hún á armi, hvít nærskyrta og köflótt milli- pils virtist hið eina, sem hún bar klæða. Hún kom þvegin úr eldhúsi sem tákn þess, að hún vildi ganga hrein í eina sæng með bónda sínum. í harðri baráttu við ásækinn svefn bylti bóndi sér svo nærri stokki, er húsfreyja gekk inn baðstofugólf, að nær varð ekki komizt. Svo vítt skyldi henni rúm boðið sem kostur var. En húsfreyja brá sér ekki úr pilsi og gerði sig í engu líklega til hólfarar. Hún settist á koffort gegnt rúmi þeirra hjóna, tók greiðu undan sperru og fór að rekja upp þykkar fléttur sínar, sem tóku tvöfaldar allt niður á lendar. Það var ekkert til í öllum heiminum nema hún ein, hún sá ekki mann sinn. Augu hennar fylgdu hverri handarhreyf- ingu við flétturnar, eins og þessi handtök væru henni framandi og hún 165

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.