Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þyrfti allrar athygli við, ef ekki ætti
út af að bera. Ætlarðu ekki að koina
upp í, elskan? sagði eiginmaðurinn.
En það kenndi engra vonbrigða í
svip hans, þótt ekki kæmi svar, hún
var svo langt í burtu, það hlaut að
taka svo langan tíma, að orð hans
bærust til hennar og andsvar til hans.
Loks kom svar. Hún brá greiðunni
neðanvert 1 aðra fléttuna og dró hana
niðurúr. Þá brá hún henni öðru sinni
nokkru ofar, en þar nam greiðan stað-
ar, báðar hendur féllu í skaut niður,
og hún hóf upp augu sín, og þau
flögruðu um baðstofuna eins og villt-
ur fugl, sem leitar opins glugga til út-
göngu og settust loks á brá eigin-
mannsins, og húsfreyja sagði:
Páll!
Það var ekki orð, það voru ekki
hljóðöldur, sem liðu yfir spannabreitt
baðstofugólf, það voru tilfinningar,
sem flögruðu utan úr ómælinu og
leituðu marks. Þær kölluðu fram orð,
sem töluð voru endur fyrir löngu,
þegar viðkvæm heitmær hvíldi í örm-
um þrekmikils unnusta. Og þó var
J aj allt annað, næstum því af öðrum
heimi, engin viðkvæmni, sem leitaði
styrks, ekkert hjúfur við eyra. Það
var fullveðja boðskapur allt frá enda-
mörkum ómælisins.
Og hans algera þögn gerðist hans
fullkomna svar. Þá kom hún úr
fjarskanum, sat aftur á kistunni í
spannafjarlægð, tók vinstri hendi um
fléttuna, hinni hægri um greiðuna.
Og greiðan rann í gegnum Jiykkt hár-
ið, sem féll frjálst og flækjulaust eftir
dagsfjötra niður um axlir og brjóst.
Og hún sagði: Hvað gerðist í málinu?
Hér gat ekkert komið á óvart, ekki
einu sinni spurning á þessari stundu.
Þó var þetta í fyrsta sinn í hjúskap
þeirra, að hún spurði um störf hans
út á við. Og hann svaraði eins og
tíminn ríkti ekki framar, rakti máljióf
frá degi til dags, aldrei gripið inn í.
engin spurning, honum var sama um
Jietta mál, en ósk hennar var einvöld.
Ég býst við að tapa málinu. Vitni
hafa fyrst séð sveininn í Birkihlíð.
Þá hafði húsfreyja greitt hár sitt og
komið því á ný í þessar tvær fléttur,
sem enga áttu sína líka í nálægum
héruðum. Og nú stóð hún upp af kistu
sinni, tók tvö stutt skref og stóð þá
við rúmstokkinn, laut áfram yfir
mann sinn og vofði yfir honum eins
og örlögin sjálf og sagði: Þið hættið
þessum málarekstri. Ég á þetta barn.
A öðrum degi hér frá voru reið-
skjótar Páls í Gesthúsum enn leiddir
út, járn vandlega athuguð og bætt,
Jiar sem Jiörf þótti. Hann reið úr hlaði
að morgni og kom heim að kvöldi
Jiriðja dags. Sá orðrómur barst um
sveitina, að hann hefði farið á fund
sýslumanns og lokið væri nú hinum
miklu málaferlum út af framfærslu-
hreppi sveinsins frá Birkihlíð. Og
Páll leysti Jietta leiðindamál á Jjann
hátt, að vegur hans mætti enn vaxa:
drenginn, sem enginn vildi kannast
166