Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 77
UM SKAÐSEMI TÓBAKSINS stórhátíðum heima hjá frænku þeirra, Natölju Séménovnu, þessari sem þjáist af giktinni og gengur í svona gulum kjól með svörtum blettum sem eru eins og kakkalakkar um hana alla. Þar er líka framreiddur kvöldskattur. Og þegar konan mín er þar ekki, þá má líka gera svona .. . (gefur sér selbita á hálsinn) Ég skal segja ykkur, ég fékk mér smá staup og er dálítið kenndur, og þess vegna líður mér svo vel á sálinni og þó er ég um leið svo hryggur, að ég get ekki lýst því; æskuárin rifjast einhvern veginn upp fyrir mér, og mig langar eitthvað svo mikið til að hlaupa, ó ef þið vissuð hvað mikið mig langar! (fœrist allur í aulcana) Hlaupa, varpa öllu frá mér og hlaupa eins og fætur toga . . . hvert? Alveg sama hvert . . . bara hlaupa frá þessu vesala, lágkúru- lega og auvirðilega lífi, sem hefur gert úr mér gamlan, aumkunarverðan aula- bárð, gamalt, aumkunarvert fífl, hlaupa frá þessum heimska, smásmugulega, vonda, vonda, vonda kerlingarnirfli, frá konunni minni sem hefur kvalið mig í 33 ár, hlaupa frá tónlistinni, eldhúsinu, peningum konu minnar, og öllu þessu nuddi og nagi . .. og stanza ekki fyrr en einhvers staðar langt langt í burtu úti á víðavangi og standa þar eins og tré, eins og stólpi, umgirtur háu þyrnigerði, standa undir víðum himni og horfa alla nóttina á bjartan, þögulan mána rísa yfir höfði sér, og gleyma, gleyma, gleyma ... 0, hvað ég vildi að ég myndi ekki neitt! . . . Hvað ég vildi rífa af mér þennan skammarlega, gamla lafa- frakka sem ég gifti mig í fyrir þrjátíu árum . .. (rífur af sér frakkann) sem ég er alltaf að halda fyrirlestra í, til styrktar góðu málefni .. . Hana nú! Þetta skaltu hafa! (treður á frakkanum) Þetta skaltu hafa! Ég er gamall, fátækur og aumkunarverður eins og þetta vesti hérna, svona slitið og götótt á bakinu . . . (sýnir á sér bakið) Ég þarfnast einskis! Ég er yfir það hafinn, ég var einu sinni ungur, gáfaður, las við háskóla, dreymdi stóra drauma, og taldi mig mann með mönnum . . . Nú þarfnast ég einskis! Einskis nema hvíldar . .. hvíldar! (verður lilið til hliðar og klœðir sig í frakkann í skyndi) Hananú, konan mín stendur að tjaldabaki . . . Er komin og bíður þar eftir mér ... (lítur á úrið) Tíminn er úti .. . Ef hún spyr, ætla ég að biðja ykkur að gera svo vel og segja henni að fyrirlesturinn hafi verið ... að fuglahræðan, það er ég, liafi komið fram með virðuleik. (lítur til hliðar, hóstar) Hún lítur hingað ... (brýnir róminn) Með hliðsjón af því, að í tóbakinu er hræðilegt eitur sem ég nú hef nýlokið að tala um, þá ættu menn ekki undir neinum kringumstæðum að reykja, og ég leyfi mér, að mínu leyti, að vona, að þessi fyrirlestur minn „um skaðsemi tóbaksins“ geri sitt gagn. Ég hef lokið máli mínu. Dixi et animam levavi! (hneigir sig og gengur tígulega út af sviðinu). Geir Kristjánsson þýddi úr jrummálinu. 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.