Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR láta það slokkna sjálft, deyja eins og blóm sem hefur verið klippt frá rót. En skyndilega berst skarkali af trumb- um og lúðrum sem leika hergöngu- marsa og kemur eins og brynvarin eimlest og ristir sundur friðinn og vorið. Göturnar fyllast unglingum sem bera blys, þeir eru allir samstilltir og sami svipurinn aftur og aftur. Það er þungt yfir unglingunum og þessi sam- einandi svipur er ruddalegur, ein- hvern veginn hefur lekizt að stimpla ljótleikann á þessi andlit, taka úr þeim það sem hver átti fyrir sig og gera það allt að einu. Þetta var skóla- æska sem hafði verið drifin í göng- una, megnið undir yfirskini kaþólskr- ar trúar en geðblærinn var sízt í neinum Kristsanda, þetta var skipu- lagt af stjórnmálasamtökum. Það var orðið dimmt, fyrst sveifluðust blys- bjarmarnir um laufþakið eins og æstar bylgjur á úfnu hafi, svo voru trén horfin, þá var gengið um þröngt stræti með gömlum byggingum, og fylkingar unglinganna voru endalaus- ar á dökku malbikinu milli hárra húsa og verzlanir neðantil en efra kviknuðu andlit í gluggunum að horfa á æskuna, fyrirheit fraintíðar- innar þramma þungstíg og drunga- lega eins og þessi æska vissi það svo ung að hún hefði verið svikin um eitt- hvað. Allsstaðar voru drengir á skyrt- unni með blys og reyndu að skynja sitt eigið fótatraðk sem einskonar hlutabréf í fjöldans trampi á götunni. Stundum flökti slokknandi blys um stund á steinhörundinu og lýsti á hina grönnu unglingsfætur með háværu skósólana, svo dó það út. Annað slag- ið komu strákaflokkar á skyrtunum með einhver bókstafsmerki á sér og höfðu náð leiðarenda og snéru við til þess að njóta sameiningarinnar enn um stund með því að ganga á móti fjöldanum og hrópa eitthvað en ég gat ekki heyrt að það væru nein orð sem kæmu úr þeim börkum og þurfti ekki að geta lengi til að átta mig á því hvaða hefð nýliðinnar sögu þau hróp byggðust á; við stóðum þarna þrir og horfðum hljóðir við glugga stórr- ar fornbókaverzlunar og rúðan fyrir aftan okkur sýndi ljósin fara hjá, spegilflötur á drekkingarhyl sögunn- ar. Og við hugsuðum allir þrír að þetta væri táknræn mynd í tímanum, hætt- an á fasismanum vofir aftur yfir. Nasismi fasismi, hvað það heitir eða mun heita. Nokkrum dögum seinna var ég staddur í Hamborg á heimleið, ég fór að lesa á blað manns sem sat nærri mér í matsöluhúsi og sá að það voru myndir af Imre Nagy og hélt fyrst að af einhverju tilefni væri verið að rifja upp söguna af harmleiknum í Ungverjalandi en það kom í ljós að nú hafði Nagy verið drepinn í grið- um. í Vín hafði ég setið á þingi rit- höfunda og kvikmyndamanna þarsem rætt var um hvað svoleiðis menn gætu 178

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.