Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 87
VEROLD
bræðra sinna og er rödd veraldar sem
var. I bók hans kynnumst við ýmsum
mætustu andansmönnum tímabilsins
frá aldamótum fram að síðari heims-
styrjöld, ýmsir ágætustu menn tímans
voru nánir vinir Zweig: menn eins og
Rilke, Paul Valery, von Hofmansthal,
Rodin, Gorki, Verhaeren, Benedetto
Croce, Richard Strauss og Romain
Rolland. Heimili hans í Salzburg varð
gististaður margra þeirra sem gnæfðu
upp úr í listum og menningarlífi álf-
unnar; þangað hafði Zweig líka náð
saman hinu fágætasta safni handrita
eftir tónskáld og skáldsnillinga eins
og Mozart og Goethe og Leonardo da
Vinci, þaðan hraktist hann þegar hin-
ar villtu siðblindu hjarðir nasismans
ruddust út úr lokræsunum og
streymdu yfir löndin með sýkil fólsk-
unnar sem æðsta yfirvald og úðuðu
eitrinu yfir löndin undir teikni and-
skotans.
Stefan Zweig varð að flýja undan
nasistunum og sjá þá gleypa hvert
landið eftir annað og blása pestar-
loftinu yfir allt sem honum var kært.
Og hann sem var útlægur bannfærður
og ofsóttur Austurríkismaður þarf að
eyða efri árum sínum við að fylla út
umsóknir um dvalarleyfi og svara
spurningum í þrálátum yfirheyrslum
tortryggður á þeim forsendum að
hann sé þegn þess ríkis sem hann
hafði aldrei verið undir gefinn:
Stefan Zweig var alfarinn frá Austur-
ríki þegar það komst í vald þýzku
SEM VAR
nasistanna sem luenndu bækur Zweig
á torgum. Eins og fleiri meðal hinna
ágætustu manna þýzkrar menningar
á þessari öld var Zweig gyðingur. Það
er svo hlálegt að á mesta niðurlæg-
ingarskeiði þýzkrar menningar nas-
istatímabilinu er það ekki sízt hlutur
þýzkra gyðinga að friðþægja fyrir
glæpi nasistanna: menn eins og
Feuchtwanger, Einstein, Sigmund
Freud, Stefan Zweig, þessir menn
bera áfram arfinn sem var lífsréttur
Þýzkalands. Kannski var þetta ekki
niðurlægingarskeið fyrir bókmenntir
Þýzkalands þegar á allt er litið vegna
útlaganna sem héldu áfram að skapa
mikil verk þótt þeim væri bannaður
aðgangur að lesendum og hlutu að
starfa við daufar undirtektir í fram-
andi löndum. Hvað um menn eins og
Robert Musil, Hermann Broch, Ber-
tolt Brecht svo að við nefnum þrjá
meistara þýzkrar tungu á þessari öld
sem ekki standa skráðir í bók Zweig
en urðu allir að flýja nasismann. Og
Thomas Mann. Þeir standa allir í
fremstu röð meðal höfunda álfunnar
á þessu skeiði.
IV
Meðan heimsstyrjöldin fyrri geis-
aði umhverfðist allt af hatri og illsku
þó ekki væri hin nasistiska villi-
mennska ennþá komin til. Zweig lýsir
því svo ítarlega í sínum gagnorða
þétta stíl hvert áfall sú styrjöld varð
fyrir andlegt öryggi álfunnar og
181