Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hvernig Irúnaðartraust þeirra sem uxu upp í veröld sem þeir héldu var- anlega var skekið til grunna þegar þjóðunum laust saman í þeim ófriði, — stríðið virtist svo ástæðulaust, það var ógurlegt slys vegna andvaraleysis og heimsku þeirra sem réðu, stjórn- málamannanna; skyndilega voru allir orðnir brjálaðir af stríðsmóði, — jafnvel skáld, stjórnleysingjar, al- þjóðasinnaðir jafnaðarmenn hömuð- ust að ausa út hernaðaráróðrinum og þeim boðskap að nú bæri að hata bræður sína í öðrum löndum. Þó voru örfáir menn sem héldu sönsum. Or- fáir menn sem hryllti við í fárinu og reyndu jafnvel að koma vitinu fyrir aðra og bjarga því sem bjargað varð, meðal þeirra var Stefan Zweig. Vegna friðarviðhorfs varð hann að flýja land til Sviss og hafði þar samband við aðra með svipað sinni sem reyndu að byggja brýr milli hinna stríðandi þjóða. Þar var fremstur sá sem var að sögn Zweig: „mesti mannvinur í hópi skáldanna, Romain Rolland .. .“ Þessir tveir menn sem voru fulltrúar jcirra þjóða sem ákafast börðust tengdust innilegu vináttusambandi og lögðu sig báðir í hættu til að bera sáttarorð milli, Zweig lýsir starfi Rol- lands með hrífandi smitandi aðdáun, hann segir: „Það var honum að þakka að Evrópa glataði ekki sam- vizku sinni þótt hún gengi af vitinu um sinn.“ Svo linnir þessum ófriði. Zweig snýr heim til Austurríkis sem þá var liúið að sneiða ulan af svo að það var orðið smáríki með alltof stóra höfuðborg, hin auðugustu héruð og lönd gengin undan því, fátækt og hungur kreisti allt, glórulaus verð- bólga, rólleysi, gamlir siðir úr gildi, — nýjar stefnur uppi sem hæfa ekki þeim sem er mótaður af veröldinni fyrir 1914, veröld varanleikans. Ex- pressionismi, fútúrismi og kúbismi, það átti ekki við þennan heiðurs- mann. En, segir Zweig: „í augum ex- pressionista, og ef mér leyfist að segja excessjónista, var ég 36 ára gamall maðurinn í rauninni safnaður til feðra minna, þar sem mér hafði láðzt að apa tízkutilburðina.“ Þá hóf Zweig að rita hinn mikla flokk sinn Höfuð- smiðir heimsins um þrisvar sinnum þrjá snillinga bókmennta. Áður hafði Zweig ort ljóð, samið leikrit eins og Jeremías og skrifað sögur, nú endurmat hann sín eigin verk frá því sem hann nefndi „fagur- keratímabilið“. Höfuðsmiðir heims- ins skiptist í þrennt: Drei Meister, 1920, fjallar um Balzac, Dickens og Dostójevskí, þar ætlaði hann að lýsa þrem skáldsagnahöfundum, sínum af hverju þjóðerni sem bregða upp stórri veraldarmynd; þá kom flokkur- inn Der Kampf mit dem Diimon 1925 um Hölderlin, Kleist og Nietzsche, sjálfseyðingarsnillinga sem eru hafn- ir af demón sínum á loft og þyrlað aftur niður í víti tortímingar. Þriðji 182

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.