Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 97
MAL OG MENNING Byggingin á Laugavegi 18 Bygging Vegamóta á Laugavegi 18 er að komast undir þak og verður innan skamms far- ið að innrétta húsið. Eitt sinn lagði ég hér í Tímaritinu þá spurningu fyrir félagsmenn: verður Laugavegur 18, þó að byggingin komist upp, félagsheimili Máls og menningar eða ekki? Þessari spurn- ingu er ósvarað enn og félagsmenn einir geta gefið svarið. Stjórn félagsins hafði á því allan liug að Mál og menning gæti eignazt þriðjung a. m. k. af hlutafé Vegamóta en slíkt var ekki mögulegt nema með framlögum félagsmanna sjálfra. Raunin hefur orðið sú að Mál og menning á ekki nema fjórðung hlutafjárins og hlýtur það að hefna sín síðar þegar bygg- ingin fer að gefa arð. En verra er hitt að þegar byggingin stendur loks fullreist hefur Mál og menning ekki fjármagn til að hagnýla sér hana heldur verður að leigja öðrum allar hæðir hússins, nema part af fyrstu hæðinni sem fer undir bókabúðina, og fyrir hverju var þá verið að berjast? Fyrir því að félagið fengi ekki að njóta hússins fyrr en seint og síðar meir, ef til vill ekki fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð? Nei, slík var ekki ætlunin þegar af stað var farið og nokkur hópur félagsmanna tók svo vel undir. Við vonuðumst til að félagsmenn mundu fylgja þessu máli eftir og leggja það af mörkum til byggingarinnar að hún gæti um leið og henni væri lokið, a. m. k. hluti hennar, komið Máli og menningu að gagni: að þar gætu orðið samkomusalir, lesstofur, hókaherbergi eða með öðrum orðum félagsheimili handa Máli og menningu, auk bókaverzlunarinnar. En fé það sem safnaðist með sölu skuldabréfa og liinni höfðinglegu gjöf Ifalldórs Laxness hefur eingöngu hrokkið til að tryggja Máli og menningu fjórðung hlutafjárins, og er þó stór hluti þess skuld. Kostnaður við innréttíngu bókabúðarinnar En þó að Máli og menningu gefist ekki kostur á húsrúmi í byggingunni nema fyrir bóka- búð sína kostar það eitt sér mikla fjárhæð að innrétta hana og búa hana fjölbreyttu úr- vali bóka og ritfanga, eða aldrei minna en hálfa miljón króna. Ætlast félagsmenn til að stjórnin útvegi allt þetta fé að láni í bönkum og það verði skuld félagsins eða vilja þeir sjálfir leggja eitthvað af mörkum til að eignast hagkvæma nýtízku bókaverzlun? Ekki þyrfti nema eitt þúsund félagsmenn í Reykjavík með 500 kr. framlag hver til þess að upp- hæðin væri fengin. Mér sýnist þetta fremur vera spurning um áhuga en f jármál. Ný hlutdeildarskuldabréf Fyrir sex árum gaf Mál og menning út 300 þús. kr. skuldabréf með 1% vöxtum og fór andvirði þeirra til kaupa á hlutabréfum í Vegamótum. Um síðustu áramót hófst fyrsti út- dráttur á þessum bréfum en dregin eru út 30 þús. kr. á ári. Eigendur bréfanna hafa ekki nærri allir vitjað greiðslu, en þau eru til útborgunar á skrifstofu Ragnars Ólafssonar hæsta- réttarlögmanns, Vonarstræti 12. Látum við fylgja hér á eftir númer þeirra bréfa sem ekki hefur enn verið vitjað. Með innréttingu búðarinnar í huga og jafnframt aukningu hlutafjáreignar Máls og menningar í Vegamótum ákvað stjórnin í desember í fyrra að gefa út ný hlutdeildarskulda- liréf að upphæð 300 þús. kr. Þessi bréf eru enn óseld, en nú þegar að því er komið að inn- rétta bókabúðina er Máli og menningu það nauðsynlegt að geta selt þessi skuldabréf. Þau 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.