Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 36
Tímarit Máls og menningar Þeir horfðu báðir á manninn. Hann deplaði ofurlítið augunum, svo komu grettur á andlitið. Hann var auðsjáanlega viðþolslaus af þjáningu. Blóðdrop- arnir og orðin hrutu slitrótt af vörum hans: „Eg hætti á það, bara í eitt skipti, en sjáðu til, guð hefur refsað mér.“ Hann beit á jaxlinn, svo hneig hann ofan í poll við veginn. Óðalsherrann sat hreyfingarlaus á hesti sínum og skildi hvorki upp né nið- ur í neinu. Gabríel skógarvörður heið álengdar og horfði til skiplis á drottn- arann og þann undirokaða. Loksins tók hann ákvörðun og sneri sér til óðals- herrans. „Náðugi herra, ég álít réttast að ég taki hann með mér heim í kofann minn. Eða getum við látið hann liggja hér? Hann hefur eitthvað ...“ „Gott og vel, taktu hann þá og farðu með hann þangað . ..“ sagði stór- bóndinn í hálfum hljóðum. Skógarvörðurinn lagði byssu og öxi frá sér á trjábol og fór því næst að taka viðarkestina af vagninum og fleygja þeim út á vegarkantinn. Það ýrði úr loftinu hlj óðlátlega, napurt með lamandi þunga, eins og heimsins sárasta hryggð. Ilie Covataru lá upp við olnboga í foræðinu við veginn og stundi þungan. Þegar Gabríel var tilkúinn lók hann undir handlegg mannsins og lyfti hon- um varlega upp á vagninn. Því næst hottaði hann á uxana og rak þá áfram. „Núhú, núhú.“ Það reyndi á alla orku þessara gráleitu dýra að draga vagninn í leirleðj- unni. „Náðugi herra,“ sagði Gabríel í ákveðnum róm, „farið þér aftur sama veg og við komum, ég fer til baka út á þjóðveginn og svo dálitla krókaleið.“ Uxarnir lögðu af stað út í rigningarsuddann. Þessar gæflyndu skepnur drógu vagninn með slasaða manninum, sem lá þar algerlega magnþrota. Óðalsbóndinn sneri hesti sínum til baka á götuslóðina, sem lá inn í dapurleik- ann í djúpi skógarins. Þegjandi og í þungum þönkum reið hann fet fyrir fet og kuldinn svarf svo að honum að hann stirðnaði í öllum liðamótum. Ein- hvern veginn var hann ekki ánægður með sjálfan sig. Honum var innan- brjósts eins og hann vildi helzt vorkenna sjálfum sér og hestinum, sem hafði borið hann á bakinu mestallan daginn blautan og soltinn. Sjálfsagt hefði hann orðið því feginn að mega setjast við eldinn hjá skógarverðinum og orna sér, ef þessi ræfill, sem lá þarna á hnjánum við veginn hefði ekki komið til sögunnar. Hvað skyldi hafa komið fyrir þennan mann? hugsaði óðals- bóndinn. Ég barði hann þó ekki svo fantalega. Það hlýtur eitthvað að hafa 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.