Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 70
Tímarit Máls og menningar sinfóníu í smíöum, sem honum entist því miöur ekki aldur til að ljúka. ❖ Sé litið yfir þann fjölda alls kyns verka, ýmist fyrir söngraddir eða hljóðfæri, sem Eisler samdi á utan- vistarárum sínum, vekur það fyrst at- hygli, að tilraun hans að notfæra sér tónsmíðakerfi Schönbergs er bundin við vissar tegundir tónlistar, ákveð- in stefjaefni og markmið. Af söngverkum eru það nokkur einsöngslög og sólókantötur, eitt verk fyrir kór án hljóðfæra og tvö kórsin- fónsk verk, og eru textarnir yfirleitt ádeila eða þjóðfélagsgagnrýni ein- hverskonar. Sama reglan um tegunda- val gildir einnig, að því er varðar hljóðfæraverk hans á þesssum árum, eins og sjá má, ef strengjafjórleikur- inn og fiðlusónatan t. d. eru borin saman við háða sjöundarleikina og stofusinfónían (Kammersinfonie) við hlj ómsveitarsvíturnar tvær, hina íimmtu og sjötttu. Við þessa upptalningu niætti enn hæta nokkrum hljóðfæraverkum, sem skera sig úr hinum mikla meginþorra tónverka af fj ölbreyltasta tagi, þar sem Eisler beitir ekki aðferð Schön- bergs. Meðal rúmlega fjörutíu kvik- myndatónverka eru dæmin aðeins fá, svo sem tónlistin við kvikmyndina „Is“, sem einnig hefur verið flutt sem „Stofusinfónía“. Tónskáldið hef- ur hér sett sér, og haft tilraunagildi verksins fyrir kvikmyndatónlist al- mennt í huga, að semja tónlist, sem varðveitti sjálfstæði formsins, en fylgdi þó hreyfingum kvikmyndavél- arinnar og hverju skrefi á myndferl- inum. Hann leitar flókinna lausna, sem gefa tónlistarforminu sjálfstætt gildi, en tímatengja það jafnframt öllu, sem gerist í kvikmyndinni. Og til að gera sér vandann enn meiri, bindur hann sig við tólftónaaðferð- ina. Kvikmynd þessi sýnir skriðjökla- landslag, Jjar sem náttúruöflin fara hamförum. Hljóðfæravalið er rniðað við „kulda“ náttúrumyndanna — því er gripið til tveggja elektrónskra hljóðfæra —, og svipmót og hlær tón- verksins af því sem fram fer í náttúr- unni á tjaldinu, með hliðsjón til þess, að allir mannlegir Jiættir eru víðs fjarri í myndinni. En í hugmynda- heimi Eislers eru þessi átök náttúru- aflanna táknmynd þjóðfélagsátaka þegar yfirgangur fasismans var að hefjast, á sama hátt og regn er hon- um jafnframt tákn sorgar („Vierzehn Arten den Regen zu beschreiben” — Regni lýst á fjórtán vegu). Hvað rak nú Eisler til að rannsaka hæfni og takmarkanir tónsmíðaað- ferðar Schönbergs í hverju verkinu af öðru? Hin stutta upptalning hér að framan sýnir þegar, að hann leit ekki á aðferð kennara síns fremur þá en síðar sem neina óhagganlega kenni- 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.