Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 79
II Það er upphaf þessa máls, að árið 1937 birtist í Skírni ritgerð eftir Barða, og bar hún heitið „Forn goð- orð og ný“. Þar skýrði Barði, hvert verið hafi eðli þeirra goðorða, sem tekin voru upp, þegar fimmtardómi var komið á, og í sambandi við það ræðir hann allmikið um Hvítanes- goðorðið, sem tengt er örlagaþræðin- um í Njáls sögu. Hann heldur því fram, að Hvítanesgoðorðið hafi ver- ið erfðagoðorð, Þráinn Sigfússon hafi fengið það í hendur frá Merði gígju, fóðurbróður sínum, og síðan kemst það í hendur Höskuldi Hvíta- nesgoða sem erfð frá föður til sonar. Síðan rekur Barði það, í hverra hönd- um þetta goðorð er hverju sinni allt fram til ritunartíma Njálu, og skilur þannig við málið, að hálft Hvítanes- goðorðið muni vera í höndum Þor- varðar Þórarinssonar, sem giftur var dóttur goðorðsmannsins Hálfdanar á Keldum af Oddaverj aætt. Þetta voru góð fræði og skýr og gátu vel staðið út af fyrir sig án allra hugleiðinga um höfund Njálu. En væri farið inn á þau mál í þessu sam- bandi, þá var eðlilegast að vænta á- bendingar um það, hve höfundur hennar hlyti að vera hráðókunnugur sögu Rangárþinga og sögu þessa goð- orðs. Þetta hefði sýnzt vera nægilegt til að útiloka alla möguleika á því, að Oddaverji hefði verið á nokkurn hált við ritunina riðinn, þar sem það Staðhœjing gegn staðhœfingu tvennt fór saman í fari þeirra, að þeir bjuggu yfir mestum sagnfróðleik allra manna og goðorð þetta hefði verið í þeirra ætt frá upphafi. En nú gerist sá furðulegi hlutur, að þegar Barði hefur sýnt það og sannað með skýrum rökum og til- vitnunum í Þjóðveldislögin, að frá- sögn Njálu um stofnun Hvítanesgoð- orðs geti ekki haft við nein rök að styðjast, þá slær liann svohljóðandi hotn í ritgerðina: „Hvernig sem þessu annars er varið, má slá því föstu, að frásögn Nj álu um „f immtar- dómsgoðorðin“ fái í engu haggað þeirri mynd, sem Grágásarlög gefa oss af hinni fornu goðorðaskipun. Og þótt Svínfellingurinn Þorvarður Þór- arinsson, sem sjálfsagt hefur verið fróður um hina fornu goðorðaskip- un, muni hafa verið höfundur Njáls sögu, vex ekki sannleiksgildi um- ræddrar frásagnar, heldur þvert á móti.“ Og neðanmáls kemur þessi at- hugasemd: „Fyrir þessu verður gerð grein annars staðar.“ Og þess var ekki langt að bíða. Ari síðar birtist í Andvara ritgerðin „Staðþekking og áttamiðanir Njálu- höfundar“. Viðvíkjandi áttamiðun- um með hreyfisögnum verður það ein eftirminnilegasta ábending Barða, hvernig höfundurinn notar áttatákn- anirnar „vestur“ og „vestan“, „aust- ur“ og „austan“. „Mér hefur talizt svo til,“ segir Barði, „að í Njáls sögu sé 35 sinnum greint frá ferðum manna 189
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.