Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 102
Umsagnir um bækur Það sem ekki kom Ætli sé ekki óhjákvæmilegt að álykta, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, að flestar sög- urnar í Sjöstafakverinu séu dæmisögur?1 Þó er þar ekki nema ein saga sem er aug- ljóslega og opinskátt dæmisaga: „Jón í Brauðhúsum". Um nokkrar aðrar verður aðeins ráðið af líkum að þær geti varla ver- ið annað en dæmisögur, enda þótt líking „dæmisins" sé þar falin svo vandlega og nostursamlega að naumast er hægt að grilla í hana nema ef til vill í smábrotum. Tökum til að mynda „Dúfnaveizluna"; sumir les- endur hafa látið í Ijós þá skoðun að sú saga sé ekki annað en háð um cocktail- partí „sem slík“. Ólíkleg skilgreining vegna þess að háð um þesskonar samkomur er alltof auðvelt, ódýrt og sjálfsagt til þess að alvarlega hugsandi rithöfundur geri sér það að góðu. Þessi neikvæða niðurstaða ein leiðir til þeirrar getgátu að sagan sé dæmi upp á eitthvað annað. Upp á hvað dæmið hljóðar er hinsvegar torvelt að greina. Þó manni detti kannski í hug einhver líking kann hún að reynast svo mjóslegin að hún sé ekki umhugsunar né umtals verð. Og maður stendur í sömu sporum! „Kórvilla á Vestfjörðum" er reyndar mjög ólík „Dúfnaveizlunni", og öllum öðr- um sögum Sjöstajakversins. Hún er mest saga í bókinni: frásögn hrein og bein á ytraborðinu. Þó auðvitað sé fásinna að leggja yfirleitt trúnað á útleggingar höf- unda á verkum sínum, þá er líklega óhætt 1 Ilalldór Laxness: Sjöstafakverið. Helga- fell 1964. 189 bls. að taka bókstaflega þá skýringu sem liöf- undur hefur látið í té: að hér sé fjallað „um mannssálina". Um neyff sálarinnar væri þá sennilega nákvæmar til orða tekið. Af þessu er þegar ljóst að sagan er ekki út- af eins ógagnsæ og „Dúfnaveizlan". Og það má segja að í henni sé hér og hvar eitthvert magnað bergmál sem vekur óskilgreindan grun. En ég verð að játa fyrir mína parta að meira veit ég ekki. Það kann að vera að tíminn muni breyta þessari óvissu, og að sagan verði ofur ljós í samhengi við einhver órituð verk höfundarins, og hitt má líka vera að mér gleggri menn hafi skilið hina undarlegu málsgrein sem sagan endar á, — og gæti vel verið lykillinn að leyndardómn- um: „Þegar hann svaf, þá rann upp fyrir mér að frelsarinn hafði teygt mig að heim- an, burt úr friði og ánægju, burt frá öllu sem var fagurt og gott, burt frá öllu sem var skynsamlegt og rétt, til að færa þessum voðalega fábjána það sem býr innst í villu- myrkri sálar minnar.“ En ef þeirri gömlu reglu er játað að sögur af þessu tagi eigi að vera þannig, að hægt sé að lesa þær af jafnmikilli ánægju án vitneskju um „dæm- ið“, þá er „Kórvilla á Vestfjörðum" miklu nær því en „Dúfnaveizlan" að vera sjúlfri sér næg í þeim skilningi. Sagan „Fugl á garðstaumum" uppfyllir þó líklega enn betur þessa kröfu, þó að hún sé án efa dæmisaga, og hin dulda líking ekki svo dulin að sennileg skýring sé ófinnanleg. „Veiðitúr í óbyggðum“ og „Jón í Brauð- húsum“ eru efalítið merkustu sögur Sjö- stafakversins, mjög með sínum hætti hvor 212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.