Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar meðal haldleysi hinnar einföldu huglægu sýnar á þjóðfélagsbyltingu. Það er höfuð- einkenni á þesskonar persónulegum harm- leik sem lýst er í dæmisögunni um Jón í Brauðhúsum að liann er aðeins forlíð. I sögunni um Jón í Brauðhúsum kemur í öðru lagi fram nýtt viðhorf til persónu sem höfundurinn hefur dregið tilbreytilegan hring um aftur og aftur, ekki aðeins í skáldverkum, heldur einnig í lýsingum á ýmsum samtíðarmönnum sínum. Margir hafa litið á ímyndir þessarar persónu sem rauntrúar mannlýsingar, og það er varla nema von, þar sem höfundurinn hefur oft látið sem svo að liann væri að draga upp mynd af raunverulegum mönnum, mönnum sem liann hefur þekkt. Menn hafa einnig tilnefnt ýmsar fyrirmyndir að þessari pcr- sónu þegar hún kemur fyrir í skáldverkum höfundarins. En ég hygg það leiði út á villi- götur að leita að slíkum fyrirmyndum, og sömuleiðis megi ekki skilja of bókstaflega lýsingar höfundar á raunverulegum persón- um samkvæmt þessu móti; til þess eru þær allt of óröklegar og yfirskilvitlegar. Það kynni að koma í veg fyrir ýmsan misskiln- ing ef þessi mannshugsjón, þessi „loftspegl- un“ væri einfaldlega kölluð persónan X. Henni er loksins í þessari sögu gefið nafn sem afhjúpar eðli hennar: Jón í Brauðhús- um, það er Jesús frá Nasaret, það er Mess- ías. Því er lýst yfir að Jiessi persóna var ó- raunveruleg hugsjón, trúarmynd, frelsari, dýrlingur. Vér stöndum þá yfir moldum persónunn- ar X í sögunni af Jóni í Brauðhúsum. Sjálfsháðið skildi við hana sem fuglahræðu í mynd Ibsens Ljósdals í Prjónasto/unni Sólin; það greiðir henni líknarhöggið hér. Það er táknrænt að þessi langlífa persóna er afhjúpuð sem hlekking í þessari sögu um vonsvik og upplausn: það er engu lík- ara en hér sé lýst tveim þáttum eins og sama veraldarhruns. Bókmenntaskýrendur munu væntanlega síðarmeir taka persónuna X til nákvæmrar rannsóknar, leitast við að grafa upp mótun- arsögu hennar, alla þá ólíku þætti sem farið hafa í sköpun hennar, fornar hugmyndir og nútímastrauma sem mætast í henni, aust- ræna og vestræna speki, rómantík og raun- sæi, og að lokum það sem mest væri um vert og erfiðast verður að greina: þann þátt sem einkalegasta reynsla liöfundarins mun eiga í henni. Þó að slík rannsókn sé ógerð held ég sé óhætt að segja að persónan X sé sprottin upp úr tilraunum höfundar að skapa „já- kvæða persónu", en á þeim tilraunum fer fyrst að bera að marki eftir samningu Sjálf- stœSs fólhs. Persónan X sýnist mér að sé árangur ýtrustu viðleitni höfundar í þessa átt. Hún er ekki fullsköpuð fyrr en eftir 1940, þó að flestir þættir hennar eða allir hafi komið fram áður, misjafnlega skýrt, og misjafnlega þróaðir, í verkum höfund- arins. Enda þótt höfundur skilji nú við persón- una X mcð þeirn hálfkæringi sem raun ber vitni, þá mun vera rangt að álykta að hon- um hafi verið nokkur hálfkæringur í hug með mótun hennar; þvert á móti mun hún vera árangur mikillar íhugunar, og þó svo sé kveðið að orði að hún sé lokastig þeirr- ar viðleitni höfundar að skapa „jákvæða persónu", er það hugtak ekki liaft hér í merkingunr.i „ósamsett persóna". OIIu held- ur: persónan X er sú „hetja vorra tíma“ sem höfundurinn hefur stofnað sem and- svar við óskapnaði vorra tíma: lausn hans á þeirri ráðgátu hvernig hægt sé að vera maður á óttalegum tímum; í þcim skilningi er hún „jákvæð persóna", auk þess er hún persóna sem höfundurinn á heina aðild að en skoðar ekki úr gagnrýninni fjarlægð; hún er mannshugsjón eins og áður er 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.