Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 109
loft“ sem hann hrærðist í. Hafi Halldór Laxness tileinkað sér skilning Lin Jú-tang á taóismanum, þó aðeins væri um stundar- sakir, þá eru snertipúnktarnir augljósir við hinn reykvíska „gálgahúmor". Á hinn bóg- inn fær „gálgahúmorinn“ í meðferð Ifall- dórs aðalsbréf hinnar „íslenzku skapgerð- ar“ og „siðblindu“ fornsagnanna. Eigi að síður er ljóst að það sem eftir er af raun- veruleika í persónunni X er bundið þessu „neðra lagi“ hennar; þessar leifar hins raunverulega má segja að séu gildi henn- ar. Því að þetta er satt, þetta lýsir oss, lýs- ir þessum tíma, lýsir eymd vorri og tilraun- um vorum til að snúa á eymd vora. Þetta „menningar-andrúmsloft“, þessi „gálga- húmor" var sem sé ekki vottur um andlegt ríkidæmi: því fór fjarri, en þar í voru kannski fólgnar þær andlegu „kreppuráð- stafanir," sem tiltækar voru, andleg heilsu- rækt á all-frumstæðu stigi, en ekki öldung- is ómerk. Hinsvegar þolir hún naumast þá blöndu æðri efna sem hún inngengur í per- sónunni X. Og það megininntak taóismans sem kemur fram í formúlunni að „starfa án strits“ („lifa í samræmi við náttúruna" með vestrænu orðalagi) held ég að sé óskylt og ósamrýmanlegt „siðblindunni", afskiptaleys- inu, fatalismanum. Afbökun umburðarlynd- isins í meðferð Halldórs Laxness er reynd- ar ólánleg reductio ad absurdum, enda hef- ur hún oft leitt hann í ógöngur, þaðan sem hann hefur aðeins getað bjargað sér með fyrirvörum og vamöglum. Eins og áður er sagt hygg ég sanni næst að persónan X hafi upprunalega verið al- varleg viðleitni Halldórs Kiljans Laxness til að skapa jákvæða mannshugsjón, sem gæti staðizt álag tímanna, „fasta stærð“ til viðmiðunar í óstöðugum heimi. Auðvitað lægi beinast við að álykta að höfundur þessarar persónu hafi aldrei hugsað sér hana sem „raunverulega" persónu, sem „mögu- l“<ra“ persónu, heldur aðeins sem „hug- Umsagnir um bœkur sjón“. En ég þori ekki að taka svo mikið af, enda skiptir það ekki svo miklu máli í því sambandi sem hér um ræðir. Hitt skiptir meira máli að persónan X er ekki sköpuð út í loftið. Og það er afarmerkilegt að hún byrjar að grotna í sundur um leið og hinn pólitíski grundvöllur hrynur sem höfundur hennar hafði miðað heimsskoðun sína við. Hvorttveggja hlýtur hóglátleg eftirmæli í sögunni af Jóni í Brauðhúsum. Þetta bend- ir til tengsla, að minnsta kosti tilfinninga- legra, en hvemig þeim tengslum hefur ver- ið háttað er mér um megn að skýra. En mér sýnist auðskiljanlegt að þessi persóna hlaut að bregðast hlutverki sínu, að hún gat ekki orðið nein „hetja vorra tíma“. Ifvorki quietismi né taóismi eru neitt svar við þeirri spurningu hvernig unnt sé að vera maSur, í fnllri merkingu orðsins, á vorum tímum. „Þar sem fýsnir og óskir eru djúpar eru uppsprettur taós grunnar," stendur í fræðum taóismans, en það er liætt við að mannshtigsjón sem hefur þá kenni- setningu að grundvelli geti aðeins staðizt með nokkrum líkindum í heimi sem hvorki hefur kynnzt afleiðingum iðnbyltingar né hins kapítalíska markaðar. Hún getur ekki staðizt í þjóðfélögum nútímans. Kannski er lokaskýring persónunnar X sú að þjóðfélag- ið íslenzka var að mörgu leyti miðalda- þjóðfélag fram á þessa öld; sú ómeðvitaða staðreynd hefur háð mörgum íslenzkum rithöfundum þessara tíma í viðleitni þeirra að skilja heiminn; Halldóri Kiljan Laxness hefur víst ekki einusinni tekizt að vinna bug á henni. Ógagnrýnin vegsömun hinnar „íslenzku skapgerðar" er ekki heldur til þess fallin að verða grundvöllur lifandi mannshugsjónar, og raunar má segja að haldleysi persónunnar X komi því betur í ljós sem þessi þáttur hennar er fyrirferðar- meiri. Með tímanum hefur hún orðið lítið annað en form, klisja, tómt mót. Til að mynda gamla konan í fyrstu sögu Sjöstaja- 219
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.