Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 120
Athugasemd við ritdóm Próf. dr. Matthías Jónasson birtir ritdóm um bók Sigurjóns Bjömssonar, „Ur hugar- heimi“ í 4. hefti 25. árgangs Tímarits Máls og menningar (1964). Dr. Matthías leggur í ritdómi sínum mjög harðan dóm á kenningu S. Freuds og telur, að í fræðilegri undirstöðu hennar séu veilur, sem kippi aigerlega grunninum und- an lienni. Kemur þar einkum við sögu nauðhyggja (determínismi) Freuds, sem dr. Matthías túlkar þannig, „að tilveran öll, jafnt h'fræn sem dauð, hlíti óhagganlegu orsakalögmáli. Þetta er hin mekanistíska skýring efnishyggjunnar“ (bls. 416). Dr. Matthías stillir þýzka líffræðingnum H. Driesch gegn Freud og telur, að hann hafi með sinni kenningu (Neo-Vitalisma) unnið bug á Freudskenningu. í draumtúlk- un Freuds standi ekki lengur steinn yfir steini. Hér er drepið á mjög mikilvæg vanda- mál. Er þá fyrst þar til að taka, að ekki er eins víst og dr. Matthías vill vera láta, að Freud hafi verið vélgengissinni. Fortíðin ákvarðar að vísu framtíðina, en þar með er ekki sagt, að sérhvað, sem gerist, sé fyrir- fram ákvarðað af forlögunum. Sagan er stöðug sköpun, og sú sköpun er samhlaup hinna margvíslegustu tilviljana. Það er þannig alls ekki rétt, að „vélgengi lífeðlis- og sálarlífshræringa“ sé „hornsteinn undir sálkönnuninni í heild“, enda kemur í ljós á næstu blaðsíðu (417), að höfundur rit- dómsins hnýtur um atriði, sem kemur ekki heim og saman við þá fyrirframskoðun, að sálkönnunin sé vélgengiskenning. („Getur sama orka verið bundin og frjáls í senn?“ spyr dr. Matthías). Að vísu er það rétt, að á dögum Freuds kvað nokkuð að vélgengis- kenningum í Þýzkalandi; en í Þýzkalandi hefur díalektisk þrætubók einnig verið í umferð a. m. k. frá dögum Kants og Hegels. Það er ekki hvað sízt hið skarpa skyn Freuds fyrir andstæðunum í mannlegu sál- arlífi og samlífi, sem gefur kenningu hans gildi. En víkjum þá að hinu, hvort Hans Driesch hafi kollvarpað Freudskenningu. Aðalatriði Drieschkenningar munu vera þessi (eftir því sem næst verður komizt): Af ýmsum rannsóknum á lífverum dró Driesch þá ályktun, að ákveðnir „faktorar" ákvarði hlutverk, byggingu og starfsemi hverrar lífveru. Þetta lífgjafarafl er ekki efniskennt; það er ummálslaust og andlegt. Innsta eðli þess verður aldrei þekkt. Það skal tekið fram, að þessi lýsing á Drieschkenningu er ekki byggð á hans eig- in ritum, heldur umsögn annarra, enda heimildir um mann þenna mjög af skornum skammti hér á landi. Virðist hann nú um tíðir allsendis óþekktur, einnig meðal læri- sveina Freuds. Sýnist mér og, að vart muni ástæða að tilnefna lfans Driesch til þessar- ar sögu, þar sem skoðanir hans á eðli lífs- ins em ekki annað en ný útgáfa á kenningu Aristotelesar um „entelekheia". Er og til- efni til að ætla, að kenningar Leibniz og Schellings komi hér til. Frá kenningunni um andlegt eðli lífsins er ekki nema lítið hænufet til þeirrar kenn- 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.