Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 123
Erlend tímarit armið í efnahagsmálum. í því íelst að jafnvægi beri að halda milli innflutnings og útflutnings; að hafizt skuli handa um þá fjárfestingu eina sem unnt sé að ljúka með þeirri tæknigetu sem Kínverjar ráða nú yfir; og loks að framkvæmdar séu hvers- kyns rannsóknir sem geri Kínverjum kleift að ráðast í ný verkefni án þess að treysta á utanaðkomandi tæknihjálp. Jafnframt ber að leggja áherzlu á að þetta er engan veginn svo að skilja að Kínverjar vilji verða sjálfum sér nógir á öllum sviðum, án þess að hagnýta sér millilandaviðskipti, heldur leggja þeir stöðuga áherzlu á að auka viðskipti sín við aðrar þjóðir. Onnur merking kjörorðsins „þróizt af eigin rammleik" — það er að segja sú merking sem tengd er alþýðu manna — merkir það að sérhver framleiðslueining þurfi að keppa að sem mestri framleiðslu- aukningu án þess að leita aðstoðar ríkisins. I þessu felst síðan tvennt: í fyrsta lagi það að sérhvert fyrirtæki, og einkanlega hvert ríkisfyrirtæki, eigi að skera niður í lág- mark fjárkröfur sínar til ríkisins og banka- kerfisins. Og í öðru lagi að sérhverju fyrir- tæki ber að reyna að bæta framleiðslu sína af eigin rammleik, einkum með því að taka upp nýjungar og endurbæta gamlar eða slitnar vélar. Maður kynni að ætla að með þessu móti fengist aðeins mjög takmörkuð framleiðslu- aukning. En sú er öldungis ekki raunin, heldur hefur frumkvæði almennings stuðl- að að því að hver einasta verksmiðja hefur getað aukið framleiðslu sína til mikilla muna þrátt fyrir mjög litla eða alls enga ríkisaðstoð. Raunar hafa afköst verksmiðj- anna venjulega aukizt þeim mun meira sem vélakosturinn hefur verið eldri og þörfin meiri á tækniumbótum. Sem dæmi um það hvemig verksmiðja hefur verið umsköpuð tæknilega „af eigin rammleik" langar mig til að minnast á Wia-tang vörubílaverksmiðjuna í Sjangæ1. Fyrir byltingu var þetta engin raunveruleg verksmiðja, heldur aðeins verkstæði sem gerði við langferðabíla fyrir enskt fyrir- tæki. Verkstæðið var þjóðnýtt 1949, en þá störfuðu þar 50 verkamenn. Eftir þjóðnýt- ingu var því breytt í vinnustofu til að gera við og endumýja úr sér gengna vörubíla og til þess að framleiða varahluti í vöru- bíla. Þetta tókst með því að hagnýta véla- kost þann sem fyrir var í verkstæðinu og koma upp málmsteypu. Smátt og smátt var verkstæðinu breytt í verksmiðju með því að endurbæta vélbúnaðinn og auka hann nokkuð. Aukningin fékkst m. a. með því að hirða gamla vélahluta sem ekki voru hag- nýttir annarstaðar. Árið 1957 var 50 manna verkstæði þannig orðið að lítilli verksmiðju með 270 verkamönnum sem þegar voru farnir að framkvæma meiriháttar viðgerðir á vörubílum. Þeir endurnýjuðu meira að segja mjög gamla bíla sem dugað höfðu í tuttugu eða þrjátíu ár og sem nú stuðluðu að því að vinna bug á erfiðleikum sem leiddu af hafnbanninu. Árið 1958, þegar Stóra stökkið hófst, voru athafnir verksmiðjunnar enn auknar. Eftir víðtækar umræður innan verksmiðj- unnar var ákveðið að láta framleiðslu bæt- ast við viðgerðirnar. Umskiptin voru mjög erfið. Með aðstoð verkfræðinga og tækni- fræðinga stofnuðu verkamennirnir smá- hópa til náms og rannsókna. Þeir voru þjálfaðir verklega og bóklega ýmist með kvöldnámi eða heimsóknum í aðrar verk- smiðjur. Smátt og smátt komu fram áþreif- anlegar tillögur um ýmsar framleiðsluað- ferðir. Frá 1958 til 1964 voru lagðar fram meira en 5000 slíkar tillögur. Þessar at- hafnir leiddu til þess að verksmiðjan gat 1 Frá þessari verksmiðju er sagt í bók Magnúsar Kjartanssonar, Bak viS bambus- tjaldiS, bls. 60—64. 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.