Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Side 23
Bókmenntaárið 1965 A næsta andartaki er hann staddur uppi í sveit á hlaði bóndahæjar. Þar sér hann hvar á að gizka tólf ára drengur stendur í eldslogum: „Þegar dreingurinn er brunninn snýr Hann sér við og geingur framá hlað- varpann. Fjöllin umhverfis eru sveipuð undarlegu rauðu myrkri sem færist sífellt nær. Þetta undarlega myrkur leggur undir sig landið jafnt og þétt. Innan stundar stendur Hann sjálfur inní því og það lykst um hann. Fyrst mjúklega og hjúfrandi, síðan fastar. Að lokum kreistir það Hann eins og járnkrumla ...“ Einhver ritdómari saknaði veruleikans í bókinni. Það er nú eins og á það er litið. Hann er staddur í danssal: „Alit í einu kveða við hróp og gífurleg fagnaðarlæti fylgja á eftir. Hann lítur upp og það er ekki um að villast. Stóri loðni apinn sem talað hafði í kvikmyndahúsinu geingur inneftir gólfinu. Dansinn hættir. Fólkið sem situr meðfram veggjunum þýtur framá gólfið. Allir hópast kríngum apann, sem ýtir frá sér með digrum handleggjunum. Lifi foríngi vor. Lifi leiðtogi hins nýja mannkyns, hrópar fólkið ...“ Bókin á sér margar ljóðrænar fagrar myndir, teknar úr náttúrunni: „Nótt. Heit þögul nótt og allt í einu rennur upp dagur. Hann er staddur í lýngvöxnum hvammi á fljótsbakka. Ilmurinn úr lýnginu minnir hann á aust- rænar þjóðsögur. Unaðslegt samræmi er milli þessa ilms og hins þúnga árniðar.“ „í þykku myrkrinu svífa hvít ský og smátt og smátt koma í ljós grænar starmýrar með vorbláar tjarnir hér og þar. Um mýrarnar öslar hópur af skjöldóttum kúm. A einni tjörninni synda tveir svanir. Þeir nálgast hvor annan með blíðuhótum ... í sama bili taka starirnar að sýngja. Hver stör hefur sína persónulegu rödd. Eingar tvær sýngja sama lagið. Þessi undarlegi stararkór sýngur drykklánga stund, og inní saunginn ber- ast annarlegir hljómar, líkt og hríngt sé litlum silfurbjöllum. Og lítil rauð blóma sprínga út á störunum. Að lokum fer allt að sýngja: Kúahópurinn, svanirnir, mófuglarnir, jafnvel fjöllin. Og kúasmalinn hoppar sýngjandi af einni þúfu á aðra. Hver sýngur sitt lag. Þannig heldur samkórinn áfram og alltaf bætist ný rödd í hópinn. Fugl sem flýgur hjá eða fluga sem kemur einhversstaðar að. Sólin birtist í fjallaskarði, heit og rauð og hellir sér yfir sýngjandi jörð- ina. Einnig hún tekur undir saunginn með sterkri og bjartri rödd.“ 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.