Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 27
Bókmenntaárið 1965 yfirgangi hermanna í borginni. Sárast tekur Loga að sj á kæruleysið gagnvart æskunni. „Það er verið að reyna að koma á tengslum milli skólanna og her- stöðvanna. Æskan á að alast upp við það sem sjálfsagðan hlut að við séum í hernaðarbandalagi og herstöð sé í landinu.“ Logi hefur gert sér grein fyrir hinum sljóvgandi eituráhrifum Blaðsins á lesendur, og honum ofbýður einnig sljóleiki fólks og kveður upp áfellisdóm yfir þjóðfélagið. „Velferðarríkið er aðeins framliald af fangabúðarríkinu.“ Hann vill „leggja niður þetta fanga- búðarþjóðfélag. Það er fangelsi fyrir hverja ærlega kennd, hugsun og athöfn. Aðeins lygar, svik og þjófnaður hefur frelsi innan veggja þess.“ Og hann reiðir vönd vandlætingar yfir íslendinga: ... „sjálfsvirðingarlaus þjóð sem þáði fé og sjónvarp fyrir afnot af sjálfri sér — hóra meðal þjóðanna.“ Þannig ólgar skap Loga, og í stundar örvæntingu eftir að hann stökk frá Blaðinu gefur hann sér lausan tauminn, drekkur sig fullan á veitingahúsi og verður þátttakandi í svalli næturlífsins sem höfundur dregur fram í hroll- vekjandi myndum. Eftir að Logi hefur vaðið þennan eld borgarlífsins vaknar hann um morg- uninn við að finna ást sína, unga stúlku sem á hugsjónir í brjósti er leiðir hann á nýjar brautir þar sem líkur benda til að hann finni sjálfan sig og fótfestu og tilgang í lífinu. Hér hefur þá verið lauslega rakið hvers Logi leitar og hvers hann verður áskynja í braskarahöllinni, í borgarlífinu, í þj óðfélaginu, hverju ógeði það fyllir hann, hversu hann hneykslast og mótþróinn rís í brjósti hans. En hver er þá Logi sjálfur, hvað er það sem knýr hann áfram, hver eru einkenni hans? Hann er sjálfur brenndur marki borgarlífsins, hann er eng- inn engill, hrjúfur á yfirborði, ósvífinn í framkomu, en djarfur við yfir- boðara sína, lætur ekki á sig ganga, og hann sér allt svindlið í gegn og hann tekur sér það nærri. Hann er ekki gervimaður, ekki vélbrúða, heldur skáldið, hjarta hans opin kvika, heitt og lifandi. Logi er hugdjarfur, heitur fyrir ættjörð sinni, í uppreisn gegn kæruleysi og sljóleika. Það má ekki afgreiða þessa skáldsögu með því einu að hún sé árás á Morgunblaðið og sæki fyrirmyndir sínar þangað. Höfundur ritar ekki ádeilu sína ádeilunnar vegna, eins og hann tók réttilega fram í viðtali við Arna Bergmann. Sagan er miklu dýpra verk. Hún er fyrsta skáldsaga höfundarins og hvað sem að henni má finna sýnir hún ótvíræða rithöfundarhæfileika, djúpa skynjun og vakandi hugsun, myndríkt mál. Eins og Loga blæða höf- undi svikráðin við þjóðina. Sagan er hvassasta ádeila á öfugþróun hins borg- aralega þjóðfélags á Islandi, en hún ristir dýpra, skyggnist inn að örlögum 2 TMM 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.