Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 31
Bðkmenntaárið 1965 fyllt. Unnið fyrir gýg ... Hugsjón margra alda borin fram til sigurs og síðan kastað fyrir fætur heimsins til að traðka á.“ Með heitu skapi kallar Murtur æðstu leiðtoga og málpípur þeirra til ábyrgðar og reiði hans blossar upp þegar hálf landstjórnin og ritstjórar Kvöldblaðsins koma í eigin persónu til eyjarinnar. Honum er Ijóst að þeir sitja enn fastir í sessi en í draumi sínum lætur hann fulltrúa alþýðu stíga fram hvem af öðrum og fella yfir þeim sektardóminn. Það er hin svarta messa. En Murtur er ekki nema að nokkru leyti gerandi sögunnar, heldur flæðir hún til hans, eins og bylgjur að ströndu, og inn í hug hans og drauma. Ef til vill væri rétt að segja að Úlfhildur Björk sé höfuðpersóna bókarinnar. Hún er alþýðustúlka, þó hernámsbarn, vinnur í frystihúsi þorpsins. Hún er ein sú fyrsta sem verður á vegi skáldsins, „... og það er sjálf móðir jörð í líki konu, sjórinn moldin og lyngið sem kemur götuna til hans.“ Engri per- sónu er lýst af eins mikilli nærfærni, hún verður í rauninni ímynd hins óspillta alþýðumanns, menntunarþyrst, les bækur, er hugsandi stúlka, lætur ekki binda sig. Þegar skáldið kemur í eyjuna er hún trúlofuð skipstjóra, gróf- gerðum drykkfelldum, en hún heldur honum í fjarlægð og brátt fer svo að hún þolir hann ekki og fleygir í hann hringnum. Aðrir sækjast eftir henni, sýslumaðurinn, presturinn, og loks skáldið. Úlfhildur stundar sitt starf, les sínar bækur, hugsar sitt mál og er ekki ginkeypt við neinum tilboðum, um- boðsmaður Blue Star býður henni fé og frama, en hún neitar, og þegar svarta messa er flutt yfir leiðtogum þjóðarinnar er hún fyrsti ákærandinn sem Murtur leiðir fram „og þegar gullrödd hennar fleygar þögnina er hún svo þýð að það er eins og hún sé hluti af þögninni og dýpki hana.“ Loks dregur saman með þeim, alþvðustúlkunni og skáldinu, og eftir að hann hefur ákveð- ið burtför sína og er kominn um borð í skipið sem á að flytja hann burt snýr hann aftur í land og verður kyrr hjá henni á eyjunni, öfugt við Amald er hann yfirgefur Sölku Völku, og þegar Úlfhildur kemur á móti honum í fjöru- sandinum og hann sveiflar henni í fögnuði, brosa þakklátir vinir hans, prest- urinn og læknirinn. Fjölmörg atvik og persónur koma fyrir í þessari skáldsögu sem enginn kostur er né ástæða til að rekja hér. Höfundur leikur á ýmsa strengi, getur bæði verið nærfærinn og rökvís er hann leiðir saman persónur, eins og í við- tali prestsins við liðsforingjann, hnyttinn og spozkur: í heimsókn prestsins til konu smiðsins eða í rökræðum hans við lækninn. Þá geta orðið harðar sennur og illvígar, eins og milli Hildigunnar og Murts, því að hvar sem hann beitir ádeilukrafti sker hann hvergi utan af orðunum, og hvaðeina hættir 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.