Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Page 39
Bóhmenntaárið 1965 nógu sterk málgögn til að geta talið fylgjendum sínum trú um hvað sem er, teymt þá út í hvað sem er. Ofan á hersetuna sem fyrir er, ofan á dátasjón- varpið, ofan á liina hlálegu dindilmennsku í NATO, reyndar þjóðhættulega, eru hafnar nýjar hernaðarframkvæmdir í Hvalfirði og ríkisstj órnin stað- ráðin í að knýja fram samninga um alúmínverksmiðj u, láta við gjafverði raforku landsins handa erlendum auðhring að hreiðra hér um sig, þvert ofan í þjóðarhagsmuni, eins og Magnús Kjartansson hefur öðrum fremur stutt óhrekjandi rökmn, og raunar má segja að „sé óskiljanleg fjarstæða“, eins og Sigfús Daðason segir í ritstjórnargrein í síðasta hefti Tímaritsins „ef hið „mikilfenglega“ markmið hennar að gefa sjálfstæðan íslenzkan þjóð- arbúskap upp á bátinn er ekki haft í huga.“ En þeim sem nú blæðir hvernig málum þjóðarinnar er komið og hvað út í er stefnt er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvar rætur meinsemdarinnar liggja: í sjálfu auðvaldsskipu- laginu, í því valdi sem auðstéttin hefur tekið sér og beitir í eigin þágu í sam- vinnu við erlent hernaðarvald. Það er sú þjóðhætta er skáldin og margir með þebn sjá að yfir vofir. Orð Þórbergs í Bréfi til Láru hafa aldrei verið sannari hér á landi: „Það er auðvaldsskipulagið sem er að drepa ykkur. Og það drepur ykkur, ef þið rísið ekki gegn því.“ Og vera má að loks sé mælirinn fullur, ríkisvaldið hafi gengið fram á þann barm, að þjóðin sjái að annaðhvort glati hún að fullu sjálfstæði sínu eða verði að taka fram fyrir hendur þeim sem leiða hana í ógöngur og þykj - ast hafa slegið eign sinni á allt. Ymis teikn eru á lofti fleiri en áður um að reiði sé að blossa upp með þjóðinni. Ung skáld hafa skorið upp herör. Stúd- entar hefja mótmæli. Bændur og útvegsmenn gefa viðvörunarmerki. En hvað um verklýðssamtökin ? Munar hafnfirzka verkamenn í að gerast að nýju þrælar útlendra á Suðurnesjum? Hvað er um hið sögulega hlutverk verka- lýðsins að taka forystu fyrir þjóðinni? Hvað stoðar einhliða kjarabarátta? Svo sannarlega verða hagsmunir verkamanna muldir niður í smátt ef sam- einað innlent og erlent auðvald á að ráða hér ríkjum. Óneitanlega svellur reiðin í mörgum. En reiðin rennur út í sandinn nema hún eigi afl hugsjónar er gefur henni markmið. Og svo að gerður sé að nýju samanburður við „rauða penna“ þá var hugsjónin hinn mikli styrkur þeirra, skilningurinn á því að sósíalismi og valdataka alþýðu er boðorð þessarar aldar, hún gaf þeim sögulegar víddir og framtíðar markmið og verkum skáldanna afl og ris. Allt skríður með jörðu, er máttlaust og dautt, nema trúin og hugsjónin gefi afl og vængi. Og það er eitt af góðum teiknum ársins sem leið að hug- sjónin sem búið var að jarðsetja og syngja útfararsálm og þótt hefur veik- 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.