Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 41
Halldór Laxness Tímatalsrabb Dr. Olajía Einarsdóttir brýtur í blaS Af fróðlegum skinnum í Árnasafni er eitt sem eftilvill skiftir máli meir en nokkurt einstakt annað þar í húsinu. Má til sanns vegar færa að þetta bók- fellsblað sé forsenda þess að obbinn af hinum blöðunum urðu til. Að minsta- kosti er óhætt að segja að án þessa blaðs hefði sagnfræði á íslandi verið vonlítið fyrirtæki og þarmeð lítt gerlegt að samanskrifa trúlegar íslendínga- sögur. Skinnblað þetta er í safninu merkt auðkennisbókstöfunum AM 732a, VII 4°. Blaðið ber þess ýmis merki, þarámeðal í fornlegri leturgerð, að hér sé um að ræða forgamalt plagg, sumir fróðir menn telja að ekki sé annað jafngamalt í safninu. Þetta er páskatafla, talbyrðíngur settur upp með prik- stöfum í reiknigrindarformi svipað abacus, til útreikníngs á tímatali. Skrift töflunnar, svonefnd „endurbætt karólíngsk mínúscúla“, tíðsetur hana nokk- urnveginn, og eitt sérkenni gerir hana eftirlæti þeirra sem stunda paleó- graffíu: vegna mikillar bókstafanotkunar í rímtali eru hér saman komin fleiri leturmerki íslensks stafrófs að upphafi ritaldar en fundin verða annarsstaðar á einu blaði. Þ(orn) sýnist mér samt ekki standa þar, sem kanski er ekki von þarsem það er víst ekki haft í rímtölum. Taflan hefst við þau túnglaldaskil sem Ari hefur að einum helsta tímatals- marksteini íslendíngabókar og kallar „aldamót“; en þau urðu 1120. Síðan gefur taflan regluna fyrir tímatalsútreikníngi eftir sunnudagsbókstaf fram til loka 17. aldar. Þessi tafla er hin eina heimild íslensk, að Islendíngabók undanskilinni, sem styðst við díónýskan tímareikníng, œra vulgaris, sem Ari kallar alþýðu- tal eða almannatal; eftir þeim reikníngi eru árin talin frá ímynduðu burðar- ári Krists árið 1, en það hefst á 756. ári frá ímyndaðri stofnun Rómaborgar, þeim atburði sem með rómverjum var lagður til grundvallar tímatali. Frá þessu tímatali, sem páskataflan AM732etc hefur, og Ari fylgir nákvæmlega, var síðan horfið á íslandi, sennilega skömmu eftir að Ari ritaði, og tekinn upp öðruvísi tímareikníngur í sagnfræði um 150 ára skeið, eða altþartil Sturla Þórðarson fer að rita á ofanverðri 13. öld. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.