Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 43
Tímatalsrabb þau séu stunduð án teingsla við evrópsk miðaldafræði sem þau eru ekki aðeins órjúfanlega bundin, heldur ósundurskillega samkolka. Varla er of djúpt tekið í árinni þó sagt sé að blátt áfram ekkert verði skilið en alt misskilið í íslenskum fræðum fornum ef það er ekki skoðað í teingslum við miðaldir Evrópu. A þetta ekki aðeins við um bókmentir vorar, heldur einnig almenna sögu. Nú hefur íslendíngur enn rekið sliðruorðið af löndum sínum í bili svo um munar með því að láta á prent rannsóknir sínar á því undirstöðuatriði ís- lenskrar sagnfræði sem tímatalssetníngin myndar. Höfundurinn er úng kona, frú Olafía Einarsdóttir, og bók hennar heitir Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning, útgefin í Bibliotheca Historica Lundensis hjá Gleerup í Lundi. Frú Ólafía er fornleifafræðíngur að ment og nam sex ár við Lundúnahá- skóla. Lærimeistari hennar í vísindalegum vinnubrögðum var sá spaki maður Gordon Childe (d. 1957) sem kallaður er mestur sérfræðíngur breta, ef ekki í heiminum öllum, í forsögulegri menníngu. Við þektum Childe prófessor vel hér á íslandi, einkum af hinum auðlesnari ritum hans einsog What Happened in History, og hann kom híngað ég held oftar en einusinni. Dr. Ólafia hélt áfram námi á öðrum sviðum í Svíþjóð um nokkurra ára skeið eftir að hún kom af Einglandi, og varð doktor við háskólann í Lundi. Eftir að lærdóms- frami hennar varð kunnur af þessu riti hennar var hún af dönum kölluð til starfa við Kaupmannahafnarháskóla sem aðstoðarkennari í fræðigrein sinni og fluttist til Danmerkur árið sem leið. Ritgerð sína um tímatal forníslenskrar sagnfræði hefur hún samið á dönsku, því máli sem um lángt skeið hefur verið og enn er höfuðritmál þeirra sem rannsaka íslensk fræði. Mér er því miður ekki kunnugt um að nokkur íslenskur fræðimaður hafi veitt athygli þessu riti sem brýtur blað í rannsóknum á sérstöku viðfángsefni sem ísland varðar í miðaldafræðum. Þó má vera að eftirtektarleysi nn'nu sé um að kenna, hafi mér sést yfir lesmál sem greini undirtektir íslenskra fræðimanna við riti frúarinnar. Þessi lærða bók hefur svona einfalda tileinkun framanvið: „Til minde om min moder Ólafía Guðmundsdóttir frá Hörgsholti“. Nú er þar til máls að taka sem Dionysíus var að reikna á sjöttu öld og fann uppá að miða alla hluti við burðarár drottins. Lærdómi hans var samsint í Róm og farið að haga einstöku kirkjulegum ársetníngum eftir töflum hans. Tímatal þetta sem Ari notar einn íslenskra sagnfræðínga altframmá ofanverða 13. öld, og vér notum reyndar nú á dögum, var fyrst tekið upp í sagnafróðleik 3 TMM 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.