Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 64
 Tímarit Máls og menningar Þér ferst ekki að prédika, stýrsi, að minnsta kosti ekki í landi. Ef ég stend mína plikt á sjónum, er þá ekki allt í lagi. En elsku vinur, þú stendur ekki þína plikt. Það skortir mikið upp á það. Hver var það sem tapaði baujunni tvisvar í sömu vikunni? Það getur komið fyrir alla. Höfuð hans dettur fram á borðið. Hann getur verið duglegur, strákskrattinn, harð helvíti frískur. En þetta má ekki sjá land, dottinn í það eins og skot. Erum við ekki svona allir, þessir landshornagreifar, segir komumaður. Blautir inn að beini. Hvenær megum við sjá land svo ekki sé flaska á lofti? Mér ferst kannske ekki um að tala, svo margar hef ég afmeyjað um dag- ana, sungið og það hátt. En alltaf fylgdi maður fjölunum. Við erum fæddir fyllibyttur, sagði komumaður. Og skyldi það ekki vera í lagi. Þriðji maðurinn kom nú fram úr kojunni, en án hjásvæfu. Hann var einnig ungur. Djöfull brakar í þessari koju þinni, stýrsi, byrjaði hann morgunbænina. Er hún kannske á hjörum? 0, ætli það braki ekki í hjá fleirum, beit stýrsi frá sér. Er nema vika síðan botninn fór úr þinni. Hvað varstu þá að gera? Éttu hund. Sneri sér að Karli Jóhanni. Var ekki fæla af hækjum með dallinum? Slangur. Fínt. Þá fær maður fyrir oddinn. Hvað ætli þú fáir, sagði stýrsi, sem ekki getur fullnægt kvenmanni. Hver gerir út þennan kopp? spurði Karl Jóhann. Er þetta ekki einhver andskotans nákolla? Ólafur ríki, varð stýrsi fyrir svörum. Það er þessi sem á hálft landið. Þú hlýtur að kannast við fýrinn. En kallinn? Kallinn! Hann er ágætur. Þeir urðu samferða í matinn, unglingurinn hélt áfram að sofa fram á borðið. Hann var rokinn upp á austan, úrhelli og menn í höm utan við mat- söluna. Það var mislit hjörð og nepjuleg og bölvað á mörgum tungum. Rokið hlóð regninu í múga og það spilaði og söng í húsaþökunum. Það var urgur 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.