Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 69
Tíu á HöfSanum Þegar hann kom til skips, vantaði unglinginn, en stýrsi var slampfullur í lúgarnum, að stumra yfir kabyssunni. Síðan var sleppt. Kallinn kom frammí þegar komið var á hreinan sjó. Það verður einhver þunnur á sjónum í dag, sagði hann. Annars var hann ekki frá því þeir fengju hann, þann djöfuldóm af skít sem hann hafði dreymt. Andskotann heldurðu þú fáir ann, sagði stýrsi. Ætli það verði ekki þessi sami skammtur, fjögur tonn? Það er bezt þú leggir, sagði kallinn. Ég skal hnýta saman. 0, ætli þú kunnir ekki bezt við að hanga á rattinu. Þar er ekki ágjöfin. Jæja, sagði kallinn. Þú heldur kannske ég hafi aldrei staðið í ágjöf. Jú, Jói minn. Ég hef verið háseti eins og þið. Ég hef fengið marga skvettuna. Hann hellti í sig úr könnunni, fór upp. Það var skammt til hirtu er þeir höfðu lagt og kallinn sagði það tæki því ekki að halla sér það yrði engin baujuvakt. Þeir drukku uppáhelling í lúg- arnum. Hann hafði dregið upp bliku í austrinu þegar þeir hófu dráttinn, dauður sjór undir áttina og fiskur á hverju járni. Kallinn var í andófinu. Hann hafði gúl í neðrivör og lék á alsoddi. Stýrsi bar í. Hann bar ört í loft og undir hádegi var hann rokinn upp. Sjórinn er ekki lengur dauður. Oldurnar eru orðnar svimháar með hvítum földum og það hvín í stögum. Þeir skiftust á að bera í, því hver skvetta kom inn fyrir. Áfram og að henni! Goggnum er veifað, stundum beint fram, stundum í stjór, stundum í bak allt eftir áferðinni. Það koma eyður í ástöðuna, smærri fiskur eftir að hann hvessti, en röst af fiski í kjölfarinu. Hægt, hægt þumlungast spottinn inn og birtan þver að sama skapi. Eyj- arnar hverfa í rokið og myrkrið steypist yfir. Það er kominn aðgæzlu sjór. Þegar eftir er eitt tengsli kemur slitið upp. Skálka! Þeir ganga frá öllu á þilfarinu og það er andæft uppí á meðan. Síðan er spýtt í hann. Stormur, stórsjór. Myrkrið liggur eins og mara yfir hafinu, þungt og þykkt og má næstum skera það. Það er eins og bátnum sé tröllriðið. Hann dettur í öldunni, hristist, skekst og stynur og löðrið mjalar á rúðun- 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.