Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 73
Tíu á Höfðanum Hvað getur þetta verið? Hann er ekki vanur að stanza og virða fyrir sér ómerkilega hluti, sem fleygt er í höfnina. En þetta sker sig úr öllu öðru. Lik. Hann hörfar lengra upp á hryggjuna fullur af hrolli. Hann gerir viðvart um náinn þegar hann hefur jafnað sig, stendur álengd- ar þegar þeir haka hann upp. Hjarta hans snarstanzar. Bergur. Þeir hafa lagt hann til á bryggjunni og máfarnir eru strax farnir að gerast áleitnir. Hann liggur á bakinu með hendurnar út frá sér og brostin glóðar- augun starandi út í bláinn. Þeir benda honum að koma til sín, sem hann gerir. Við erum skipsfélagar, segir hann. Voru, segja þeir. Hann rær víst ekki lengur. Hann bjóst ekki við því. Á hvaða báti? Sæljóninu, segir hann. Hjá honum Sæma gamla. Það virðist svo sem hann hafi fengið á pönnuna og það duglega, segja þeir og ekki frítt við þeir líti hann grunsemdaraugum. Það hefur drifið að múgur og margmenni. Hann tekur sig út úr hópnum, beygir sig niður að líkinu og lokar augum þess. Hann er allt í einu orðinn kaldur og geiglaus, spyr lögreglumennina, sem komnir eru á vettvang hvort þeir ætli að hafa hann hérna til sýnis í dag. Þá kuðluðu þeir honum inn í brekán, stungu honum inn í bílinn og óku á brott. Fréttin hefur borizt á undan honum heim í kytruna. Þetta er vegurinn okkar allra, segir stýrsi og vill ekki heyra neina tilfinn- ingasemi. Það var þó altént skárra hann álpaðist ekki út í róðri greyið það tarna. En það var ekki allt eins og það átti að vera. Þeir horfðu tómlátlega á auða kojuna og borðið. Nú myndi enginn sitja við það með dauða fyrir framan sig og spýju á gólfi, enginn hrópa á vín að minnsta kosti ekki sýni- legur. Þeir myndu sakna hans. Hann var einn af þeirra sauðahúsi, drykkju- bróðir, félagi. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.