Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 80
Tímarit Máls og menningar Hann hlýtur að eiga hann vísan, sagði stýrsi. Hann væri þá ekki að æða þetta úr honum nógum. Spá hans reyndist rétt. Þeir náðu háttum heima um kvöldið. Eftir þriggja vikna törn koma þeir heim í kytruna, söguðu af sér skeggið og fóru í hreint. Þegar á allt var litið, var lífið ekki svo bölvað. Þó hér væri enginn lúxus, var það þó hátíð hjá lúgartilverunni. Og þegar stýrsi hafði skverað sig af, skartar flaska á borðinu. Nú skildi tekinn úr sér hrollurinn. Þeir voru fljótir að komast í kippinn. Stýrsi sneri sér að Antoni, sem krokti á fleti sínu og snyrti neglur sínar. Geymdu þér þetta til lokanna, kunningi. Hann lítur allt að því dræmlega upp. Ert þú að bjóða mér vín? Því ekki það, segir stýrsi. Hvenær hef ég haft þig útundan? Ég hélt þú hefðir ekki mætur á mér. Hver talar um mætur þegar vín er annars vegar. Annars ætla ég ekki að neyða þetta ofan í þig. Anton tók við flöskunni, drakk. Ég veit hvað situr í þér, sagði stýrsi er hann hafði fengið flöskuna aftur í hendur. Þetta sem ég sagði um beitninguna, ekki satt. En það verður að hafa það ég tek ekki mín orð aftur. Við getum slegizt útaf þessu ef þú vilt. Nei, sagði Anton. Við sláumst ekki. Jæja, sagði stýrsi. Þá skulum við takast í hendur, sættast. Það er ekki nema mannlegt að reiðast. En að erfa, það er djöfullegt. Skál, bróðir! Þar með var ísinn brotinn. Þeir tókust í hendur, skiptust á um flöskuna og sá fláttskapur, sem áður hafði ríkt, var nú á bak og burt. Þeir voru komnir í faðmlög þegar Karl Jó- hann fór. Það var orðið hljótt í bænum utan púst hraðfrystivélanna og gól í ein- stökum næturhrafni. Hann sá ljós í glugganum hennar. Húsvörðurinn var á ganginum og spurði hvert hann ætlaði, það væri komin nótt. Til systur minnar, sagði hann. Hann hló. Skrítin systir það. Við erum öll systkini, sagði Karl Jóhann. Já, útaf Adami og Evu, sagði húsvörðurinn. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.