Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Qupperneq 100
Tímarit Máls og menningar í Túskildingsóperunni. Ætti hér að' vera komin enn ein röksemdin fyrir sjónvarps- áhangendur um styrk íslen7.krar menning- ar og þrautseigju. 2. mynd: Söngurinn um konuna og her- manninn. Fallstykkin ymja og hnífarnir glymja og fljótin þeim vaxa um háls. Ef herstu gegn ís, ertu bjáni en ei vís við dátann svo konan hóf máls. En dátinn hann stóð þarna búinn í allt lúðrarnir gullu, hann brosti kalt við bardagann erum ei smeykir! I suðri og norðri mun sjást hans för — hann sveiflar sverðinu kátur og ör! svo gegnd’enni dátamir keikir. Vissulega má hugsa sér það að konan hræði dátann með svona absúrd mynd og hefji því máls með því að segja honum frá linífum og fallstykkjum með fljót um háls- inn — mér vekur það a. m. k. hroll, en frumtextinn segir fremur blátt áfram: Das Schiessgewehr schiesst, und das Spiessmesser spiesst Und das Wasser frisst auf, die drin waten. Was könnt ihr gegen Eis? Bleib weg, ’s ist nicht weis! Sagte das Weib zum Soldaten. Um þriðju hendinguna má með sanni segja að hún hefði átt að vera þýðandanum viðvörun á þýzkunni um að færast ekki of mikið í fang og þá ekki síður á íslenzk- unni: Ef berstu gegn ís, ertu bjáni en ei vís — en af hverju þá ekki bara að halda áfram: bullaði skvísan við dátann? En það er ekki við því að gera, dátinn lætur sér ekki segjast og þýðandinn heldur áfram líka og veður leirinn í háls aðra vísu til. Þá tekur móðirin (Courage) undir úr eld- húsinu og nú fyrst förum við á kostum: Þið kurlist sem hrís! og sveinsvarminn frýs! og frægðarverk okkur ei hita! Ilonum húið er hel, drottinn vernda hann vel. — Það vildi hún láta hann vita. Eiginlega ætti að láta heyrast fallbyssu- skot í baksviðinu þegar hér er komið því þarna skaut þýðandinn niður heila trossu af hugmyndum höfundar, hugmyndum sem seinna koma við sögu: Ihr vergeht wie der Rauch! Und die Wárme geht auclx Denn uns wármen nicht eure Taten! Ach, wie schnell geht der Rauch! Gott behúte ihn auch! Sagte das Weib vom Soldaten. Ilermannskonan talar, líking hennar er á þá leið að hermennirnir hverfi eins og reykurinn, hlýjan hverfi líka og lítið hiti henni dáðirnar. Seinna í leikritinu segir Courage við kokkinn: Þar sem rýkur er eldur undir, en þýðandinn er ekki upp á þessháttar samhengi líkinganna kominn. Ekki virðast leikararnir heldur þurfa á þessu samhengi að halda, bersýnilega er þeim sama um þetta allt. 4. mynd: Uppgjafasöngurinn. Þessi söngur er einhver sá slungnasti í leikritinu og greinir frá lífsvísdómi nokk- uð nauðsynlegum hverjum manni, að kunna að gefast upp. Jafnframt því sem þetta er a. m. k. þá stundina lífstjáning Courage gömlu hefur kvæðið víðtækari merkingu. Fyrst greinir frá kerrtum vonum æskunnar og svo: Doch vom Dach ein Star Pfiff: wart paar Jahr! Und du marschierst in der Kapell Im Gleichschritt, langsam oder schnell Und blásest deinen kleinen Ton: 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.