Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 6
Tímarit Aláls og menningar
síður til persónulegrar ábyrgðar. I
samsteypubáknum viðskiptaheims-
ins, stríðsreksturs og stjórnmála tær-
ist samvizka einstaklingsins, en sið-
leysi velgengninnar fær eðli og festu
stofnunar. Siðspillt stjórn verzlun-
arfélaga, hers eða ríkis á þó hér ekki
ein hlut að máli; hér er um að ræða
eitt einkenni allsherj arfélags hinna
ríku undir merkjum auðhyggjunnar
í nánum tengslum við stjórnmál og
hervald.
Frá þessu sjónarmiði er til að
mynda mikilvægasta atriðið varðandi
kosningasjóði framgjarnra unga
stjórnmálamanna ekki það að fá úr
því skorið, hvort stjórnmálamennirn-
ir hafi sljótt siðferðisskyn, heldur
hvort nokkrum ungum manni í
bandarísku stjórnmálalífi tekst yfir-
leitt að ná svo langt að vera í kjöri
án þess að temja sér siðferðilegan
sljóleika. Mörg þeirra vandamála,
sem tengd eru afbrotum miðstétta-
fólks, mókandi siðgæðisvitund al-
mennings, kostnaðarsömum löstum og
hnignandi ráðvendniskröfum ein-
staklinga eru vandamál bundin sið-
leysi, sem hefur fengið eðli kerfis;
þau eru ekki einvörðungu vandamál
manna lítilla sæva í klemmigreip illa
innrætts umhverfis. Mörgum er þetta
að nokkru leyti ljóst. Þegar fréttir
berast af misferli og glæpum hinna
„útvöldu“, segja menn gjarna: „Sjá-
um til, þar náðu þeir einum í dag!“
og vilja með því gefa í skyn, að ekki
sé um einstaklingsbundin tilvik að
ræða, sem heyri til undantekninga,
heldur einkenni víðtæks ástands. Fyr-
ir því eru traustar líkur, að þeir hafi
á réttu að standa. En hvers eðlis er
það ástand, sem slík dæmi vitna um?
1
Siðgæðisskortur á okkar tíð er
bein afleiðing þess, að gildismat og
siðaboðorð fyrri tíma skírskota ekki
lengur til karla og kvenna þessarar
aldar hinna stóru félagsheilda, og að
enn hafa ekki komið í þeirra stað
nýtt mat og boðorð, sem gætu rétt-
lætt nýja starfshætti og léð þeim sið-
ferðilega merkingu. Þótt almenning-
ur hafi yfirleitt ekki skýrt og skorin-
ort hafnað arfgengum siðaboðum, má
fullyrða, að mörgum finnist þau
marklítil og innantóm. Ekki er leng-
ur um neina siðfræðilega viðurkenn-
ingu þeirra að ræða, en ekki heldur
neina höfnun þeirra af siðferðisleg-
um ástæðum. Sem einstaklingar er al-
menningur siðferðislega varnarlaus,
sem hópar er hann pólitískt afskipta-
laus. Það er þessi almenni skortur á
staðfestu, sem átt er við, þegar sagt
er, að „almenningur“ sé ráðvilltur í
siðferðislegum efnum.
En vitaskuld er það ekki aðeins
„almenningur“, sem er siðferðislega
ráðvilltur. „Það sorglega við stjórn-
sýsluna í Washington,“ segir James
Reston, „er að gamlar stjórnmála-
venjur og úreltar stofnanir rugla
308