Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 43
Jóhannes bíður eftir rútu Þú verður að kaupa nýjan kassa maður. Þetta geymist ekki eins og hákarl. Þetta er orðið ónýtt frá því í vor. Jóhannes hafði ekki augun af plastbollapörunum. Ætli það dugi ekki. Þú vilt kannski ekki kaupa neitt, fyrr en þú sérð hana stíga út úr rútunni. Það var bókarinn í kaupfélaginu, sem sagði þetta og hagræddi gleraug- unum um leið mjög heimsmannslega. O-tja, sagði Jóhannes. Blessaður, þær eru varasamar þessar þýzku, sagði afglapinn í sláturhúsinu. Það er ekki að marka orð, sem þær segja. Hún er náttúrlega að frílysta sig fyrir sunnan. Þær eru svona þessar þýzku. Blessaður! Ég heyrði um eina í Múlasveitinni, sem réð sig ráðskonu hjá ekkjumanni og fór beint upp í hólið hjá honum og fór ekki úr bólinu í fjóra mánuði og þá varð að flytja kallinn suður og dæla í hann vítamíni og súrefni upp á líf og dauða. Svo þú mátt bara vera heppinn, meðan hún kemur ekki. Búðarstúlkan rak upp mikið hví, þegar hún heyrði þessa sögu og sagði afglapanum að svona klámkjaftur væri ekki í húsum hæfur. Þú ættir að minnsta kosti að skrifa ríkisstjórninni, sagði bókarinn, þú sem ert búinn að leggja út fyrir farseðlinum hennar hingað til landsins. Þú átt heimtingu að fá það endurborgað. Jóhannes var orðinn heitur í framan og klóraði sér nú í kinnunum. Hann hafði lagt hendurnar aftur fram á búðarborðið. Ætli hún skili sér ekki, sagði hann. Þessar þýzku, blessaður, ertu búinn að gleyma hvur startaði stríðinu? Ha? Nú var Jóhannes hættur að horfa í hillurnar, hann horfði uppundir loftið eins og þar gæti að líta teikn og stórmerki. Þetta virðist nú skikkanlegheita kvenmaður, sagði hann loks og dró við sig orðin, ójá, eftir bréfunum að dæma. Ójá. Presturinn sagði mér hvað í þeim stóð. Ójá. Ekki ber á öðru. Svo varð löng þögn í búðinni og sumir karlanna fóru að skotra augunum á ný út um gluggann að horfa á hvernig grasið í mýrinni bærðist í vind- inum. Stúlkan smeygði sér ofan á gólf, dálítið vonsvikin, að umræðuefnið skyldi tæmt, þeir voru vísir til að fara að tala um afurðaverðið á nýjaleik. Og raunar spurði Gústi á Borg: Heyrðu Jóhannes, seturðu mikið á í haust? Ætli það verði ekki eins og vant er. Maður hefur ekki fóður handa þessu öllu. O-nei. Svipað og vant er. Það held ég nú. 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.