Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 27
Ljósmyndir af plássi
JÓsep: Betur í hælinn strákur!
óli: Gólfið, það var hvítskúrað, því hún notar sand!
Ljósabreyting. Maggi litli er að draga stígvélið af pabba sínum. Hann held•
ur því frá sér, lóðréttu, og fussar.
jósep: Hverslags er þetta drengur!
Hann sprettur á fœtur og þrífur af honum stígvélið.
JÓsep, funandi: Svona, komdu þér nú af stað, ekki er seinna vænna. Hann
stjakar við honum. Þú þarft aS vera upplitsdjarfur!
Hann gengur á eftir Magga þangaðsem fatan stendur í horninu.
JÓsep: Og segSu til nafns þíns, skýrt og skorinort, segSu að þú sért frá StaS.
Og ... og taktu pottlokið ofan .
Maggi þrífur af sér húfuna.
jÓsep: Ne-ei, ekki núna; þegar konan birtist, í bíslaginu.
Maggi litli fer. Enn stendur Jósep útvið dyr. Óli er kímileitur.
ÓLi: Jæja Jósep, þá hef ég raspað bæturnar, þú ræður hverja þú tekur, hér
er rauð, og hér er blá, og hér er svört.
Jósep stendur kyrr, hann heldur á stígvélinu einsog djásni.
óli : Láttu Skrautu koma!
Jósep fcerir honum stígvélið, varfœrnislega.
ÓLI, hampar stígvélinu: Hja, ef þetta er ekki abstrakt þá veit ég ekki hvað
er abstrakt.
Hann finnur ólyktina.
óli: Pfui!
Nú lœtur Jósep sem ekkert sé.
b
/ myrkrinu er „svölunum“ á baJcveggnum skotið fram, þœr faUa oná þrjá
símastaura, búna sjálflýsandi kúlum, stakstœðum. í skímunni frá vinnuljós-
329