Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
við höjuð þessa fræga fyrirbæris, — ef frægðarfyrirbæri jafn hlédrægt og
ormurinn sá arna hefur þá ekki í allri vinsemd gert ákveðnar varúðarráð-
stafanir gegn slíku. En það er nú einmitt það, sem hætt er við ...
„En nú skulum við spjalla um sjálfan þig,“ segir ormurinn allt í einu.
„Blaðamaður ertu, ef ég hef skilið þig rétt, er það ekki?“
„Jú, ég er það, því miður,“ hlýt ég að játa. „Það er ég sem skrifa þáttinn
„Háa bátðatt —!“ í BLÚMONDEI MORNÍNGPÓST, menningarkjaftæði, þú
skilur — um fólk, skepnur, bókmenntir, húsagerð, tónatrillur osfrv. — Satt
að segja er ég skyldugur lil að skila af mér einum þætti vikulega, en ég er
með sanni kominn langt á eftir áætlun vegna veru minnar hér, svo ég vonast
til að geta haft tímann fyrir mér varðandi íhöndfarandi viku.“
„Og um hvað á það svo að vera?“ spyr ormur.
„Lýsing á dýri,“ svara ég. „Ekki beinlínis verk við mitt hæfi.“
„Loki liðsinni mér!“ hrópar hann. „Allavega á maður bágt með að hugsa
sér þig í slíku. Sé maður ekki beinlínis dýrafræðingur eða dýragæzlumaður,
hvernig á maður þá að fara að því að fá slíka lýsingu til að fara fram úr
tveim línum? Að vísu — það væri hægt að skrifa lýsingu á athœfi dýrsins.
Tökum t. d. mig: Meðan á þessu stutta samtali okkar hefur staðið hlýt ég að
hafa sagt mýmargt um sitthvað, án þess kannski að hafa komið fram með
eiginleg „facta“ svo orð sé á gerandi, ytri áþreifanlegar staðreyndir; og þó
— ef maður hefur í huga, að varla berst manni nokkurt orð á svo hlutlægan
hátt að það sé ekki að einhverju leyti litað af þeim sem það segir, honum
og engum öðrum, þá er ekki hœgt að segja neitt sem ekki felur í sér full-
komna staðreynd um einhverja mynd raunveruleikans, hvortheldur það er nú
fyrst og fremst um umhverfið eða ræðumann sjálfan; og þannig ættir þú t. d.
núna, með hliðsjón af meira og minna tilviljunarkenndum orðum mínum síð-
asta hálftímann, að hafa þegar aflað þér verulegrar innsýnar í þann huglæga
raunveruleik sem ég á minn hátt svara fyrir — og er engu að síður „fact“ en
hvað annað sem vera kann.“
„Öldungis rétt,“ segi ég.
„En —“ segir þá ormurinn. „Ef ritstjórinn þinn heldur ekki aðeins fast
við öflun staðreynda, í þessu tilviki varðandi dýr, heldur staðhæfir að auki
að slíkt sé mögulegt á grundvelli hefðbundinna aðferða, — ja, þá vildi ég
afdráttarlaust meina að hann sé annaðhvort kleyfhugi eða natúralisti. Báðar
manngerðirnar eru furðulega innlyksa í smáatriðum.“
„Ja, kleyfhugi er hann allavega ekki,“ segi ég. „Og ekki væri það heldur sem
verst. Vonandi er hann heldur ekki hitt sem þú nefndir."
356