Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 29
Ljósmyndir af plássi ég útá 1. og 2. veðrétt, ég þurfti ekki að skrifa neitt Menel tekel á vegginn, þeir gátu sagt sér það sjálfir að nýbýlastyrkurinn drægi ekki langt, sam- kvæmt uppáskrifuðum útreikningum hrökk hann varla fyrir sökklinum, og framlagið frá hagræðinganefnd, sem hefur þó komið mörgu góðu til leið- ar, borgaði nokkurneginn afpússninguna á haughúsinu. En tilað haughús fái staðizt þarf að vera fyrir því hurð! Nú, þegar húsin eru komin upp krefjast þeir þess að ég sýni þeim mynd af ábúandanum. Mér varð orðs vant, og svo fór ég að hlæja. Eg svaraði þeim með orðum Eiríks Kúlds þegar frú Þuríður kvartaði yfir því á gamalsaldri hvað hann væri ljótur. Seint séð Þuríður, andmælti ég Pétri bankastjóra, hann hefur verið í utan- ríkisþjónustunni, hann sér alla hluti frá dönskum sjónarhóli, ekki bara hús- gögn og bíla heldur líka efnahagsmál, ég skil ekki hvernig hann hefur orð- ið svona rangeygur, sá danski sjónarhóll er ekki til í landslaginu! Hvað hafa þeir líka uppá mig að klaga? þeir ágætu menn. í eitt einasta skipti hef ég ekki getað innt af höndum rikisábyrgðarlán, það hljóp ekki á mörg- um milljónum. Ég hef sýnt þeim alla tilskilda reikninga, ég hef birt viðtöl um ræktunarmöguleikana og ljósmyndir af húsunum ... JÓN A. ÞÓR grípur framí: Hvað hugsar hreppsnefndin í Upsafirði? EYMUNDUR: Ekki múkk. Hann lyllir sér á brúnina á skrifborðinu. Mér þykir leitt að þurfa að segja þér það, hún virðist hafa öðrum hnöppum að hneppa. JÓN A. ÞÓR: Upphaflega taldi hún staðinn illa í sveit settan og áætlunina ó- raunhæfa, nú hefur hún þó framkvæmdirnar fyrir augunum. Eymundi hnykkir við þegar hann sér að hann er með opna búð, hvítt skyrtu- hornið stendur útúr klaufinni, hann snýr sér undan. eymundur: Ég lét byggja akfæran veg framað Geirastaðakoti, á eigin kostn- að, hreppsnefndin lagði ekki eyri í þær framkvæmdir, henni þótti eðlilegt að ég flytti byggingarefnið frameftir á klökkum. JÓN A. ÞÓR: Líka sandinn og mölina? EYMUNDUR: Líka sandinn og mölina! Snúðugt: Þarf það að koma þér á óvart? JÓN a. ÞÓR: Ekki segi ég það nú. Ég tók enga afstöðu. Sem lögfræðingur ... EYMUNDUR grípur framí: í bréfi dagsettu 4/3 bauð ég þeim jörðina að heita má leigulaust gegn því að þeir rækju þar 80 kúa bú og kæmu upp geril- sneyðingarstöð. Eini umsækjandinn að ráðsmannsstöðunni reyndist vera málhaltur, þeas litaður á vissan hátt, það komu á mig vomur, ég er ekki 331
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.