Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar
jósep: Það kemur sér illa fyrir mann sem ekki geíur gengið í leðri.
ÓLi: Ég líki því nú ekki saman, leðrinu og gúmmíinu. Hann kíkir framfyrir
borðið. Asskoti hvað þau eru skrautleg, þetta eru sannkölluð abstrakt-
stígvél! Við skulum sjá hvað ég get.
Jósep dregur koll útá gólfið og sezt.
ÓLi: Viltu rauða bót ellegar bláa?
JÓSEP: Það getum við bara látið ráðast.
ÓLi:: Ellegar kannski svarta?
Hann gramsar í hillunum á bakveggnum.
JÓSEP, réttir fram vinstrifót: Taktu í mig strákur.
ÓLi: Þú ert þó ekki litblindur!
Maggi ber fötuna með varúð útí horn.
ÓLi: Hvað geymið þið í þessu boxi?
JÓsep: Egg! Maggi togar í stígvélið. Ég keypti nokkra unga af ítölsku kyni
þegar ég fargaði beljunum. Þeir verpa þau dómadags býsn. Maggi minn
ætlar að bera eggin hús úr húsi á meðan þú skellir á mig bótinni, þeir
vilja þau ekki í kuffélaginu.
ÓLi: Tilað þeir vilji þau í kuffélaginu þurfa þau að vera stimpluð!
JÓsep: Já við þurfum að aura saman fyrir skólanum handa stráknum. Við
Magga: Betur í hælinn!
ÓLI til hliðar: Hí hí hí, kemst hann þá ekki úr stígvélinu! Ljósabreyting,
skuggi fellur á feðgana, Óli réttir sig upp. Skyldi það vera gróið við hold-
ið? ha ha ha. Hann lítur til þeirra, síðan fram í sal. Þau eru nú komin til
ára sinna þessi stígvél, he he he, tuttugu ára, þrjátíu og fimm? Ég man
það svo vel, svona stígvél fengust hjá Sameinaða, sólinn var gersamlega ó-
slítanlegur, flestir notuðu þau til spari, alveg skjannahvít! Ho ho ho, kall-
kvölin hefur ábyggilega gift sig í þeim vorið sem hann tók við jörðinni!
JÓSEP hranalega, í dimmunni: Betur í tána, segi ég!
ÓLI raspar bót: Skjannahvít! Þá þótti enginn maður með mönnum nema hann
gengi í hvítum stígvélum. Hann lwrfir fram. Jakóbína gamla er köttur þrif-
in, en þó hef ég nú horft uppá hann Seppa skyrpa á stofugólfið heima hjá
sér, það er fjalagólf í stofunni, svo tróð hann oná hrákann: Jakóbína
sagði ekki orð. Meðan hann var verstur af brj óstveikinni lét hún hann
ganga með hrákadós í rassvasanum, undan neftóbaki.
328