Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 103
„Galdrafargið“ andi galdra. Þessi rit mótmælenda vorn l)yggð á kenningum kaþólskra skólastíkera, en stóraukin og endurbætt og megináherzl- an lögð á þátt djöfulsins í öllum galdra- málum. Danskir guSfræðingar iétu ekki sitt eftir liggja, einkum var áhugi þeirra mikill um daga Kristjáns IV, sem hafði mikinn áhuga á galdraofsóknum eins og mágur hans Jakob VI Skotakonungur, en sá síðastnefndi gaf út „Demonologie, in form of a Dialogue ..." í Edinborg 1597. Þegar kemur fram á 17. öld eflist djöfla- trúin, Jesper Brochmand gaf út dogmatík sína 1633 „Systema universæ theologiæ" og átti það rit sinn þátt í að auka djöfla- trúna. Bók Johan Brunsmands um atburðina í Köge 1607—08 varð mjög víða lesin og var bæði þýdd á latínu og þýzku. Þar segir frá heimsókn djöfulsins og atferli hans. Ilér á landi festir starfsemi Guðbrands biskups lútherstrú. íslendingar eru orðnir lútherskir þegar kemur fram á 17. öld og þá er galdrafargið hvað magnaðast í þeim löndum, sem voru menningarlega tengdust íslendingum. Hér upphefjast galdraofsókn- ir síðar heldur en í nágrannalöndunum og Islendingar virðast ekki hafa verið mjög ginnkeyptir fyrir þeim hryllilegu lýsingum á fjandanum, sem kirkjunnar menn héldu sumir hverjir að þeim. Djöfull íslendinga var miðaldadjöfull eins og hann birtist í þjóðsögum. Þessvegna verður Píslarsaga Jóns Magnússonar1 ekki sú samtíðarheim- ild, sem stundum hefur verið talið, eins og útgefandi lætur liggja að í formála. Apó- lógía síra Jóns Magnússonar er einnig ákæra á íslenzka valdsmenn, þar sem hann segir, að þeirra forsómun hafi upptendrað reiði þess lifandi Guðs yfir þessu landi (bls. 91). Jón Magnússon er maður rétt- ^Píslarsaga síra Jóns Magnússonar. Sig- urður Nordal sá um útgáfuna. Almenna bókafélagið 1967. trúnaðarins og bann verður fyrir keimlíkri reynslu og þeirri, sem átti sér stað meðal heittrúarfólks úti í Evrópu um þetta leyti. Hann er haldinn guði og djöfli og virðist djöfullinn oft verða guði yfirsterkari, hann verður svo sterkur, að hann birtist honum „í ham og yfirlitum“ þeirra, er hann áleit sína fjendur. Fagnaðarerindið var sr. Jóni slíkt, að hann þoldi ekki andstæðu þess í sjálfum sér og því flyzt þessi and- stæða í „ham og yfirlit" annarra eða birt- ist og heyrðist á annan hátt. Því verður hann svo hatrammlega var við djöfulinn og allt djöflafarganið. Því hefur oftast verið lialdið fram, að sr. Jón Magnússon hafi verið brjálaður eða haldinn ofsóknarbrjál- æði. En hann var ekki brjálaðri en svo, að hann sinnti veraldlegum störfum nokk- urn veginn og gerði sér fullkomna grein fyrir því, sem fyrir hann kom, sá það sem nefnt er ofsjónir og skrásetti síðan þessa reynslu sína. Ofsjónir og ofheymir eru ekki alltaf merki um brjálsemi. Ofboðs- legast verður sr. Jóni vald hins vonda, þegar hontim virðist hann vera „frá Guði aldeilis útflæmdur og burtkastaður ...“ Þetta efni ræðir útgefandi í „Trúarlífi síra Jóns Magnússonar", sem prentað er fyrir framan Píslarsöguna. Utgefandi telur að agi rétt- trúnaðarins hafi bjargað sr. Jóni frá því að glata sjálfum sér, bænin og bænaklifið hafi verið honum akkeri. Einnig segir út- gefandi, að telja megi sr. Jón til sjáenda og að hann hafi reynt æðstan trúarlegan fögnuð og síðar segir hann, „að hvorki bjargráð síra Jóns né fagnaðarstundir eiga að eðli sínu neitt skylt við hjátrú hans né truflun." Hjátrú síra Jóns, sem útgefandi nefnir svo, er galdratrúin og truflunin af- leiðingar þeirrar trúar. En trú síra Jóns birtist í bænaklifi hans og bænnm og trú- arreynsla ltans í hámarki á fagnaðarstund- unum, þegar hann samsamast guðdómnum. Rélttrúnaðurinn gerði ráð fyrir andstæð- 405
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.