Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 64
Tímarit Máls og menningar Liðlega tvítugur var Hannes Hafstein þegar fullskapað skáld, og þau kvæði hans, sem fyrst vöktu athygli manna á honum og langlífust hafa orðið, eru helguð lífsþorsta æskunnar, hreystinni, karlmennskunni og kvennaástum af ætt heimsins og holdsins. Þessum ljóðum var fagnað nær einróma af sam- tíðarmönnum hans, það varð aldrei hlutskipti Hannesar Hafsteins að verða misskilinn eða vanmetinn snillingur. Hann túlkaði og tjáði í skáldskap sínum eitthvað, sem íslenzka þjóðin skildi og þráði, í heimi ljóðsins var hann í sátt og samræmi við sitt fólk, og þetta játuðu einnig þeir, sem voru svæsnustu andstæðingur hans í pólitískum efnum. Og þó var í boðskap Hannesar, í fagnaðarerindi bókmenntalegrar raunsæisstefnu, falin nokkur hætta á, að í sundur drægi með honum og þjóð hans. I fyrirlestri, sem Hannes Hafstein flutti í Reykjavík í janúarmánuði 1888, komst hann m. a. svo að orði: „Vor tíð er sárakönnunarinnar og lækninganna tíð í andlegu og líkamlegu tilliti. Tímans heróp er líf persónunnar, ekki gloría um hina afdregnu hugmynd: þjóð. Vor tími er tími hinna verklegu framfara, gufunnar, rafmagnsins og rannsóknarinnar stolti tími.“ Og í framhaldi af þessu taldi hann skáldskap- inn á Islandi vera „náklukkunnar dinglumdangl yfir dauðum og útslitnum hugmyndum.“ Það fer ekki á milli mála, hver er uppruni þessara skoðana Hannesar: þær eru úr hugmyndaheimi Brandesar, hins mikla danska meistara, er útgefendur Verðandi tignuðu og dáðu á þessum árum. Hér er boðuð einstaklingshyggja borgaralegrar hámenningar, svo sem hún birtist í ritum Brandesar, heims- borgarahyggj a, sem átti nokkurn rétt á sér í þroskuðu borgaralegu þjóðfé- lagi. En hún var dauðadæmd á íslandi í lok 19. aldar, vanþróaðri danskri nýlendu, þar sem þjóðernið og þj óðarhugtakið var lífsstofn fólks, er hugði á sjálfsforræði og sjálfstæði í pólitískum efnum. íslenzkur sögulegur veru- leiki afsannaði auðveldlega þá kenningu, að þjóð væri afdregin hugmynd. Og Hannes Hafstein sannfærðist fljótlega um þetta sjálfur. Ástarljóð hans til íslands, þau er hann orti meðan hann fékk valdið penna og þjóðin hefur jafnan síðan sungið, bera því skýrast vitni. Aldamótakvæði hans er lang- sýn menningarleg stefnuskrá færð í Ijóð, og við sem nú lifum höfum séð hana rætast. Hannes Hafstein, hið unga skáld lífsgleðinnar, varð áður en lauk mikill harmkvælamaður. Hann beið ósigur á stj órnmálaferli sínum og á efri árum hans settist sorgin á rúmstokkinn hjá honum og sýndi ekki á sér fararsnið. Hin átakanlegu tregalj óð til konu hans munu seint gleymast þeim, er skilja mannlega þjáningu og meinleg mannanna örlög. 366
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.