Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 55
Vatnaskrímsl tekiS tali „Vonandi ekki,“ rymur ormurinn. „ÞaS er reyndar sagt svo, að kógun nat- úralismans hafi verið að velli lögð endur fyrir löngu; nú, en þar færðu dæmi þess hvað raunverulega lygasaga er. Einsog nokkur einn einasti hafi á síðast- liðnum hundrað árum hugsað og lifað þrautalaust á ósvikinn ónatúralískan hátt? — einsog nokkur einn einasti dagur hafi upp runnið, þar sem öll dýr- keypt huglæg reynsla var ekki metin með tilliti til þesss hvernig hún eigin- lega sé „í raunveruleikanum“? Hver var að tala um avantgarde?! Þú hefur kannski séð það hvernig flugan spriklar í neti köngurlóarinnar, spriklar allt- hvað af tekur, en köngurlóin liggur í leyni úti í horni, stór og feit í skuggan- um, og bíður þess að bráðlyndur gestur hennar sprikli nægju sína í möskv- unum svo að aftakan geti átt sér stað? Ojájá! Þannig situr natúralisminn um manninn; — verið að velli lagður, jahá. En það er bara allt og allir sem hafa verið að velli lagðir engu síður, og hrærðir saman í einn allsherjar þykkan rauðgraut, hveitilímssinfóníusamhristing! Þannig mun hann hafa sín áhrif enn um aldir fram, þessi bölvun kúgildamælistikunnar, þessi trúarjátning vöruskemmuskrumaranna ;■ hvarvetna situr biksvört eiturköngurló natúral- ismans um hina einföldu sem halda að hún sé dottin uppfyrir. Og samt segi ég þér: Heimsins bíður nýr dagur —“. Hér slítur ormurinn tali sínu snögglega og spyr mig hvort ég geti ekki kveikt fyrir sig í vindli; hann hafi því miður orðið uppiskroppa með eld í svip. Ég kveðst skuli gera það með mikilli ánægju: og nú held ég niðri í mér andanum á meðan risaturninn tekur ofurhægt að lúta fram á við, og óljóst skynja ég að höfuð hans sé þegar á niðurleið, nær mér og bátnum. Annarri hendi lyfti ég vatnsþéttum rafeindakveikjaranum mínum upp og í áttina að höfðinu sem nálgast; með hinni hendinni þreifa ég ör og óstyrkur eftir topp- njósnaljósmyndavélinni minni með leifturlampanum — því að einnig ég er nefnilega óforbetranlegur áhangandi hins natúralíska heimssamsæris — og bý hana undir sitt stóra hlutverk. Ég sé nú andlitið greinilega: alltaðþví trjónumynduð habsborgarahaka með tveim risavöxnum skögultönnum, tvö stór og ámáttleg eyru — en fyrir augunum feikileg tunglgleraugu, sem að auki hylja mikinn part ásjónunnar og Ijá orminum ólítinn svip af Gretu Garbo. „Láið mér ekki þótt ég hafi þessar tunglbrillur,“ segir ormurinn alltaðþví kurteislega afsakandi. „Þær eru bara til að hlífa augunum. Ég er einfaldlega neyddur til að setja þær upp í hvert sinn sem ég fer upp á yfir ...“ Þá kemur hann auga á myndavélina. í tjáningu óútmálanlegra vonhrigða hverfir hann ásjónu sinni hurt frá mér leiftursnöggt, keyrir hausinn aftur, 357
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.