Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 55
Vatnaskrímsl tekiS tali
„Vonandi ekki,“ rymur ormurinn. „ÞaS er reyndar sagt svo, að kógun nat-
úralismans hafi verið að velli lögð endur fyrir löngu; nú, en þar færðu dæmi
þess hvað raunverulega lygasaga er. Einsog nokkur einn einasti hafi á síðast-
liðnum hundrað árum hugsað og lifað þrautalaust á ósvikinn ónatúralískan
hátt? — einsog nokkur einn einasti dagur hafi upp runnið, þar sem öll dýr-
keypt huglæg reynsla var ekki metin með tilliti til þesss hvernig hún eigin-
lega sé „í raunveruleikanum“? Hver var að tala um avantgarde?! Þú hefur
kannski séð það hvernig flugan spriklar í neti köngurlóarinnar, spriklar allt-
hvað af tekur, en köngurlóin liggur í leyni úti í horni, stór og feit í skuggan-
um, og bíður þess að bráðlyndur gestur hennar sprikli nægju sína í möskv-
unum svo að aftakan geti átt sér stað? Ojájá! Þannig situr natúralisminn um
manninn; — verið að velli lagður, jahá. En það er bara allt og allir sem hafa
verið að velli lagðir engu síður, og hrærðir saman í einn allsherjar þykkan
rauðgraut, hveitilímssinfóníusamhristing! Þannig mun hann hafa sín áhrif
enn um aldir fram, þessi bölvun kúgildamælistikunnar, þessi trúarjátning
vöruskemmuskrumaranna ;■ hvarvetna situr biksvört eiturköngurló natúral-
ismans um hina einföldu sem halda að hún sé dottin uppfyrir. Og samt segi ég
þér: Heimsins bíður nýr dagur —“.
Hér slítur ormurinn tali sínu snögglega og spyr mig hvort ég geti ekki
kveikt fyrir sig í vindli; hann hafi því miður orðið uppiskroppa með eld í
svip. Ég kveðst skuli gera það með mikilli ánægju: og nú held ég niðri í mér
andanum á meðan risaturninn tekur ofurhægt að lúta fram á við, og óljóst
skynja ég að höfuð hans sé þegar á niðurleið, nær mér og bátnum. Annarri
hendi lyfti ég vatnsþéttum rafeindakveikjaranum mínum upp og í áttina að
höfðinu sem nálgast; með hinni hendinni þreifa ég ör og óstyrkur eftir topp-
njósnaljósmyndavélinni minni með leifturlampanum — því að einnig ég er
nefnilega óforbetranlegur áhangandi hins natúralíska heimssamsæris — og
bý hana undir sitt stóra hlutverk. Ég sé nú andlitið greinilega: alltaðþví
trjónumynduð habsborgarahaka með tveim risavöxnum skögultönnum, tvö
stór og ámáttleg eyru — en fyrir augunum feikileg tunglgleraugu, sem að
auki hylja mikinn part ásjónunnar og Ijá orminum ólítinn svip af Gretu
Garbo.
„Láið mér ekki þótt ég hafi þessar tunglbrillur,“ segir ormurinn alltaðþví
kurteislega afsakandi. „Þær eru bara til að hlífa augunum. Ég er einfaldlega
neyddur til að setja þær upp í hvert sinn sem ég fer upp á yfir ...“
Þá kemur hann auga á myndavélina. í tjáningu óútmálanlegra vonhrigða
hverfir hann ásjónu sinni hurt frá mér leiftursnöggt, keyrir hausinn aftur,
357