Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 23
Erlingur E. Halldórsson
Ljósmyndir af plássi
a
Verkstœði Óla skó slendur á ca meters háum steinsteyptum kjallara. Til
hœgri mótar fyrir tröppum og handriði að útidyrunum. Verkstæðið er
óþrifalegt og þröngt. í loftinu hanga hnakkar, einn söðull, búningsklafi,
beizli með leðurtaumi og lausar gjarðir. Áðuren Ijós er kveikt heyrast takt-
föst hamarshögg. Óli stendur við steðja. Hann er hallur á fœti (annar fótur-
inn styttri en hinn) og hávaðasamur í tali, hárið mikið og stálgrátt en
andlitið kisulegt.
Jobbi á Stað kemur upp þrepin í fylgd með Magga litla. Maggi heldur á
Ijósri emelleraðri fötu sem luska er bundin yfir. Jósep hefur brugðið sér í
betri jakkann, að öðru leyti er hann vinnuklœddur: víðar sölugar nankins-
brœkur, hvít kagbœlt vaðstígvél, snjáð derhúfa. Þeir ganga inn.
jÓsep: Góðan daginn Ólafur.
Hann heilsar Óla með handabandi.
jÓsep: Sæll og blessaður.
Óli þurrkar af hendinni á sloppnum áðuren hann heilsar.
ÓLi: Heill og sæll úr hafi, heill þér fylgi jafnan. Hann tekur í höndina á
Magga lilla. Heill þér giftugjafi, guðs á vegum Drafnar. Hann hvissar og
klípur í eyrað á Magga litla. Þú stækkar kallinn! Ertu vel vöðvaður? Hann
grípur til hamarsins og fer að hnoða. Jæja hvernig gengur búskapurinn
Jósep bóndi, mér er tjáð þú eigir meiri fyrningar en bændurnir í innfirð-
inum samanlagðir.
jÓsep: Það kemur nú ekki til af góðu!
ÓLi: Nú?
JÓSEP: Já, ég þurfti að farga kúnum í haust, þú ert þó ekki búinn að gleyma
því? þoldi ekki orðið að mjólka, ansvítans dofinn ætlaði að gera útaf við
mig, nótt eftir nótt kom mér ekki dúr á auga: það var þessvegna sem ég
fann fyrir jarðskjálftakippnum í hittifyrravetur, þið þrættuð við mig, en
325