Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar
gefur þannig peningum algert óskor-
að gildi, skapar harðskeytta fram-
kvæmdamenn og skuggalega við-
skiptahætti. í slíku þjóðfélagi eru
sérhyggj umennirnir, hundingj arnir,
hólpnir öðrum fremur.
2
I heimi auðhringanna, hins póli-
tíska framkvæmdastjóravalds og í
vaxandi mæli innan hersins er ekki
aðeins litið á hina æðstu forstjóra
og foringja þessara umfangsmiklu
valdavéla sem sigurvegara í vel-
gengnibaráttunni, heldur jafnframt
sem verndara sjálfrar velgengnihug-
sjónarinnar. Þeir túlka fyrir öðrum
og leggja á aðra mælikvarða vel-
gengninnar. Þeir sem næstir þeim
standa að virðingu eru venjulega
meðlimir í sömu klíku, þeirra nán-
ustu stuðningsmenn, „skynsemdar-
menn“ eins og þeir sjálfir. En auk
þess eru valdastigastofnanir auðs,
hers og stjórnmála í nánum tengslum
sín á milli, og innan hverrar klíku í
þeim stofnunum eru alltaf einhverjir,
sem hafa heitið öðrum klíkum holl-
ustu. Þar er um að ræða persónuleg
hollustubönd jafnt sem opinber, per-
sónulega jafnt sem ópersónulega
mælikvarða á velgengni og efnalegan
framgang. Ef við fylgjumst með ferli
manns innan einhverra meiri háttar
stofnana, rekjum við jafnframt sögu
hollustutengsla hans, því að eitt
helzta einkenni slíkra stofnana frá því
sjónarmiði, hvað með þarf til vel-
gengni innan þeirra, er grundvöllun
þeirra á vali meðlimanna á sjálfum
sér eða skjólstæðingum sínum í á-
hrifastöður. Annað einkenni þessara
stofnana er, að þær eru ekki einsteypt-
ar, heldur samsettar af mismunandi
klíkum, sem eru tengdar með ýmsum
og flóknum hætti og oft fjandsamleg-
ar hver annarri. Þriðja einkennið er,
að ungir menn, sem leita þar vel-
gengni og frama, reyna að setja sig í
samband við þá, sem myndu ráða
mestu um framaferil þeirra.
f samræmi við þetta hefur athygl-
isverð breyting orðið á ráðlegging-
um bandarískra leiðbeiningarrita um
það, hvernig menn eigi að „komast
áfram“. Hinar algáðu, persónulegu
dyggðir, viljaþrek og heiðarleiki,
tryggð við grundvallaratriði og
stefnuföst afneitun freistinga í líki
kvenna, tóbaks og víns — þessi
mannshugsjón frá síðari hluta nítj-
ándu aldar hefur þokað fyrir því
„allra mikilvægasta, virkum persónu-
leika“, sem „geislar sjálfstrausti“ og
„krefst athygli í krafti þokka og seið-
magns“. Þessi „nýi lífsstíll“ krefst
þess, að maður brosi oft og hlusti
vel. tali gjarnan um áhugamál við-
ræðanda síns og komi honum til að
trúa að hann sé mikilvægur sjálfur
— og allt skal þetta gert af einlægni.
Persónuleg samskipti eru þannig í
stuttu máli sagt orðin hluti af „opin-
berum samskiptum“, sj álfsverund
312