Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 10
Tímarit Máls og menningar gefur þannig peningum algert óskor- að gildi, skapar harðskeytta fram- kvæmdamenn og skuggalega við- skiptahætti. í slíku þjóðfélagi eru sérhyggj umennirnir, hundingj arnir, hólpnir öðrum fremur. 2 I heimi auðhringanna, hins póli- tíska framkvæmdastjóravalds og í vaxandi mæli innan hersins er ekki aðeins litið á hina æðstu forstjóra og foringja þessara umfangsmiklu valdavéla sem sigurvegara í vel- gengnibaráttunni, heldur jafnframt sem verndara sjálfrar velgengnihug- sjónarinnar. Þeir túlka fyrir öðrum og leggja á aðra mælikvarða vel- gengninnar. Þeir sem næstir þeim standa að virðingu eru venjulega meðlimir í sömu klíku, þeirra nán- ustu stuðningsmenn, „skynsemdar- menn“ eins og þeir sjálfir. En auk þess eru valdastigastofnanir auðs, hers og stjórnmála í nánum tengslum sín á milli, og innan hverrar klíku í þeim stofnunum eru alltaf einhverjir, sem hafa heitið öðrum klíkum holl- ustu. Þar er um að ræða persónuleg hollustubönd jafnt sem opinber, per- sónulega jafnt sem ópersónulega mælikvarða á velgengni og efnalegan framgang. Ef við fylgjumst með ferli manns innan einhverra meiri háttar stofnana, rekjum við jafnframt sögu hollustutengsla hans, því að eitt helzta einkenni slíkra stofnana frá því sjónarmiði, hvað með þarf til vel- gengni innan þeirra, er grundvöllun þeirra á vali meðlimanna á sjálfum sér eða skjólstæðingum sínum í á- hrifastöður. Annað einkenni þessara stofnana er, að þær eru ekki einsteypt- ar, heldur samsettar af mismunandi klíkum, sem eru tengdar með ýmsum og flóknum hætti og oft fjandsamleg- ar hver annarri. Þriðja einkennið er, að ungir menn, sem leita þar vel- gengni og frama, reyna að setja sig í samband við þá, sem myndu ráða mestu um framaferil þeirra. f samræmi við þetta hefur athygl- isverð breyting orðið á ráðlegging- um bandarískra leiðbeiningarrita um það, hvernig menn eigi að „komast áfram“. Hinar algáðu, persónulegu dyggðir, viljaþrek og heiðarleiki, tryggð við grundvallaratriði og stefnuföst afneitun freistinga í líki kvenna, tóbaks og víns — þessi mannshugsjón frá síðari hluta nítj- ándu aldar hefur þokað fyrir því „allra mikilvægasta, virkum persónu- leika“, sem „geislar sjálfstrausti“ og „krefst athygli í krafti þokka og seið- magns“. Þessi „nýi lífsstíll“ krefst þess, að maður brosi oft og hlusti vel. tali gjarnan um áhugamál við- ræðanda síns og komi honum til að trúa að hann sé mikilvægur sjálfur — og allt skal þetta gert af einlægni. Persónuleg samskipti eru þannig í stuttu máli sagt orðin hluti af „opin- berum samskiptum“, sj álfsverund 312
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.