Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar lærdómur búinn að vera, ef ekki hafa verið fundin ráð til að varðveita hann einhvers staðar í öðrum stað en í heila hins fróða manns sjálfs. Heilinn hættir að starfa þegar mað- urinn deyr, og ennþá hafa engin ráð verið fundin til að ná fróðleik úr dauðum heila, sem hann geymdi og hafði á hraðbergi meðan maðurinn var lifandi. Þegar við leiðum hugann að þessu efni hlýtur okkur að ógna hve óhemjumikið af fróðleik, sem aflað var með erfiði heillar manns- æfi, hefur farið forgörðum frá því að manneskjan komst á legg. Sókn mannkynsins fram á við hefur að því leyti verið mjög nálægt því að vera Sisyfos-erfiði; en það er eðli náttúr- unnar að sóa. En vegna þess að maðurinn er for- gengilegur og að fróðleikur hvers einstaklings deyr með honum, ef ekki allur, þá að minnsta kosti einhver hluti hans, þá hlaut mannkynið fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir, annaðhvort sjálfrátt eða ósjálfrátt, að einhver ráð yrði að finna til að varðveita lengur en eina mannsævi þá vitneskju sem dauðlegur maður gat aflað sér á lífsleiðinni. Einnig hafa menn smám saman gert sér grein fyrir hve ótraustur varðveizlu- staður minnið er. Líklega hafa hin fyrstu ráð sem mannkindin hefur komið auga á til að hressa upp á minnið verið þau, að menn fóru að raða orðum á sérstakan hátt og velja þau eftir ákveðnum reglum; allt sem er frábrugðið hinu venjulega vekur athygli og festist því betur í minni. Að líkindum er sú aðferð elzt að raða orðum þannig að í setningum væri reglubundin hrynjandi. Sumir þjóðflokkar hafa fundið upp á að láta orð eða atkvæði með sérstakri áherzlu hefjast á sama hljóði með reglubundnu millibili, þegar það efni var orðað, sem menn vildu að dreifð- ist meðal fólks og varðveittist í minni þess; það köllum vér stuðlað mál. Þá var enn eitt ráð að nota orð eða atkvæði með sömu eða svipuðum hljóðum með ákveðnu millibili, en það köllum vér hendingar eða rím. Stundum var allt þetta notað í einu, sem dæmi eru um í íslenzkum skáld- skap, t. d. fornum dróttkvæðum. Þetta halda sumir menn að sé upp- haf ljóðagerðar, það er að það sem skilur ljóð frá óbundnu máli hafi upphaflega verið hugsað sem ráð til að orð þeirra sem töldu sig hafa merkilega hluti að segja mættu dreif- ast um heimsbyggðina og varðveit- ast með óbornum kynslóðum. Líkama mannsins er markað á- kveðið skeið, en síðan deyr hann og verður að mold. En í náttúrunni eru hlutir sem varðveitast óbreyttir um aldir. Manninum hlaut að detta í hug hvort ekki væri hægt að láta dauðan, en varanlegan hlut, geyma þann fróð- leik sem lifandi maður, en forgengi- legur, gat safnað sér á lífsleiðinni. 374
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.