Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 79
er bókin sú eina sanna mynd sem komandi kynslóðir hafa af höfundi hennar. Með þetta í huga er hollt að minnast þess sem stendur í Ormsbók Snorra-Eddu: ‘Leiti eftir sem vand- legast þeir sem nú vilja fara að nýj- um háttum skáldskapar, hversu feg- urst er talað, en eigi hversu skjótt er ort, þvíað að því verður spurt, hver kvað, þá er frá líður, en eigi hversu lengi var að verið.’5 Það sem einu sinni er komið í bók breytist ekki, nema bókin sé skrifuð upp aftur og ritari hinnar nýju bókar víki við lexta eða felli niður, sem oft kom fyrir; en gamla bókin var ó- breytt eftir sem áður. Það sem skráð er ‘stendur eins og stafur á bók’. En varðveizla þess vísdóms sem fólk geymir í minni sínu og gengur frá manni til manns, e. t. v. frá kynslóð til kynslóðar, er háð annmörkum hins ótrausta minnis mannlegs heila og því óstöðuga ástandi lífræns efnis sem hann er gerður úr. Þegar þetta er haft í huga verður sú spurning áleitin, hvað óskrifandi og ólæsir menn, hóklausir menn, gátu varð- veitt af því sem nú er kallað bók- menntir, sagnfræði eða vísindi, eða af hverskonar fróðleik öðrum. Það er samdóma álit allra fræðimanna að Eddukvæðin hafi verið ort löngum tíma áður en þau voru fest á hlað, sum e. t. v. hundrað árum áður, sum tvö eða þrjú hundruð árum áður, Ritlist — varðveizla jróðleiks sum jafnvel fyrr. Það er einnig sam- dóma álit fræðimanna að þessi kvæði hafi ekki varðveitzt óbreytt, og að jafnvel séu ekki eftir nema rytjur einar af sumum þeirra. Þó eru þau bundin stuðlum og hrynjandi ákveð- inna hátta; þau eru i þeim búningi talaðs máls sem hafði bezta mögu- leika til að varðveitast óbreytt í minni fólks. Þá má nærri geta hversu trú- legt er að laust mál geti varðveitzt að mestu óbreytt um áratugi eða ald- ir. Því miður er örðugt að fullyrða um sagnfræðilegan fróðleik, hversu mikla möguleika hann hefur haft til að varðveitast, til dæmis frá upphafi byggðar á íslandi og þar til farið var að rita bækur á 12. öld, en þó er hægt að varpa örlítilli ljósglætu í ein- stöku skúmaskot. í gömlum íslenzkum bókum, meðal annars í Snorra-Eddu, er talsverður fróðleikur um ásatrú, sem var út- breidd um Norðurlönd áður en kristni komst á. Sumt af því sem þar segir fær stuðning af vitnisburði fornleifa, sem eru einar ólygnustu heimildir um líf og siði forfeðra vorra, svo langt sem þær ná; sumt vitum við ekki um hversu trúverðugt það er, en sumt er bersýnilega rangt. I þessum bókum er minnst á goða- hús, sem eru kölluð hof, og sums staðar er þeim lýst. Eftir þeim lýs- ingum er farið enn þann dag í dag í kennslubókum sem notaðar eru í barnaskólum. En nú hefur danskur 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.