Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 99
málum en þeir hinna, sem meiri
þykja fyrir sér. Það mætti um hann
segja, eins og sagt var um Gísla á
Rauðasandi, að hann hefur verið ein-
faldur í þjónustu sinni við þá, sem
hann hefur játazt undir. Þess vegna
getur hann rifjað upp með ánægju,
það sem samstarfsmenn hans skamm-
ast sín svo fyrir, að þeir vildu helzt,
að þeir þyrftu aldrei á að minnast.
VI
Og nú er Stefán Jóhann horfinn af
sviði lágkúrulegrar stj órnmálabar-
áttu og setztur í helgan stein. Síðasti
kafli bókar hans er mildur og hlýr
eins og fyrstu kaflarnir. Tvisvar
verður gamall maður barn, og þá er
sælt að lifa þeim sem hefur góða
samvizku að loknu lífsstarfi. Hann er
sæll í örmum ríkmannlegs heimilis,
og við hlið hans stendur eiginkonan,
Sœlir cru einjaldir
sem er hans æskuást, og honum er
unaður að játa fyrir alþjóð, hve
hann ann henni hugástum. Hann nýt-
ur lífsins í fögrum hugleiðingum um
tilveruna og sjálfan sig og liðið ævi-
skeið. Bók sína endar hann með þess-
um orðum: „En um baráttu mina vil
ég að lokum segja, eins og Björn-
stjerne Björnsson, að ég hef oft vilj-
að berjast hart, en þó alltaf án hat-
urs“. Frammi fyrir þessari fögru yf-
irlýsingu strikaði ég yfir ein ummæli,
sem ég hafði tekið upp úr riti hans,
því að ekki vildi ég verða til að varpa
skugga á hans fögru orð. Svo vildi
hann nú barizt hafa, og við óskum
þess með honum, að svo megi barizt
verða um ókomnar tíðir og einnig
gegn bölvunum þeim, sem Stefán Jó-
hann átti sinn mikla þátt í að leiða
yfir þjóð sína.
26 TMM
401