Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og mertningar
þeim síðan aðgang að aukinni vel-
gengni.
Þegar þannig er í pottinn búið, er
engin sérstök dyggð í því fólgin að
byrja í fátækt og enda í ríkidæmi.
Aðeins þar sem vegurinn til auðs og
áhrifa gerir kröfur til manngildis eða
leiðir til þess, er unnt að draga álykt-
anir um manngildi af valdastöðu
manns í þjóðfélaginu. í því kerfi,
sem mótast af gerræði að ofan, virð-
ist fátækt eða auður í upphafi starfs-
ferils einhvers manns skipta minna
máli til ákvörðunar á því, hvern
mann hann hefur að geyma, þegar
áfanga er náð, en til ákvörðunar á
því, hverjar séu þær reglur og starfs-
aðferðir, sem valdamenn fara eftir
og viðhafa, er þeir velja menn til
þátttöku í velgengnifélaginu.
Allt er þetta á vitorði nægilega
margra til þess að kalla fram kald-
ranaleg viðhorf meðal almennings
varðandi samband verðleika og
stöðu, mannkosta og frama. Slíkur
skilningur á siðleysi velgengninnar
kemur fram í tíðum athugasemdum á
borð við: „Þetta er aðeins ein svika-
myllan í viðbót“ eða „það er ekki
það sem þú getur, sem skiptir máli,
heldur hverja þú þekkir“. Verulegur
fjöldi fólks viðurkennir nú siðleysi
velgengninnar sem staðreynd, er taka
beri tillit til.
Sumir láta leiðast af skilningi sin-
um á þessu siðleysi til fylgispektar
við hugmyndakerfi, sem varðar
mannleg samskipti í iðnaðarþjóðfé-
lagi og akademísk félagsvísindi hafa
óbeint sett fram. Aðrir láta sér nægja
að leita þeirrar hugfróunar, sem heit-
ið er af boðunarbókmenntum and-
stöðuleysis og sátta við heiminn, ef
rétt er að farið, — leita þeirrar teg-
undar sálarfriðar, sem geti komið í
stað kappgirninnar í þeirri viðleitni
að komast áfram í lífinu. En hvað
sem b'ður hinum mismunandi við-
hrögðum, sem fylgja auknum skiln-
ingi manna á siðleysi velgengninnar,
er augljóst, að ímynd hins sjálfhafna
manns í bandarísku þjóðlífi hefur
mjög misst ljóma sinn og engin önn-
ur velgengnimynd hefur komið í
hennar stað. Sjálf velgengnihugsjón-
in sem bandarískt fyrirbæri fær æ
fleiri skuggadrætti eftir því sem
tengsl hennar við siðspillingu og sið-
leysi verða augljósari.
3
Vantraust á bandarískri valdastétt
í siðferðilegum efnum á rót að rekja
bæði til þessa siðleysisástands, sem
hér hefur verið nefnt siðleysi vel-
gengninnar, og óljósrar vitundar
fólks um fákunnáttu þeirrar stéttar
og skorts á menningarlegum anda.
Þeir tímar hafa verið í Bandaríkj-
unum, að umsvifamenn á sviðum
stjórnmála og fjármála voru einnig
vel menntir, valdamenn voru sjálfir
margir hverjir menntamenn ellegar
314