Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 85
sögu eftir mig, sem enginn hafði
viljað prenta. Líður síðan fram tím-
inn og ég hef engan frið fyrir upp-
hringingum og bréflegum fyrirspurn-
um. Þar voru komnir skólamenn,
stúdentar og prófessorar, sem voru
að stúdera Stalín — allir vildu finna
þessa sögu. En hana var hvergi að
finna. Enginn vildi prenta hana þótt
Stalín hrósaði henni og segði að ég
hefði sýnt „kommúnískan hroka á
raunsannan hátt“.
— Er sagan af Stalín og skáldsög-
unni Stormurinn sönn eða skrýtla?
spurði ég. (Þessi skáldsaga gerist
einkum í Frakklandi og Sovétríkj-
unum; þar segir m. a. frá ástum
franskrar konu og Rússa. Um það
leyti sem bókin kom út hófst svo-
nefnd „barátta gegn bukti og beyg-
ingum fyrir Vestrinu“ sem fól í sér
mikið þjóðrembuhjal um yfirburði
Rússa í öllum greinum. Ofangreind
saga segir, að rithöfundar hafi safn-
azt saman til að þjarma að Erenbúrg
fyrir bókina og „frukt fyrir Vestr-
inu“ í henni. Þusaði svo hver af öðr-
um. Þá hafi Erenbúrg staðið upp og
sagt að þessar ræður væru mjög
fróðlegar allar, og vildi hann bæta
við enn einni álitsgerð og lesið síðan
hrósbréf um skáldsöguna, undirrit-
að: J. Stalín. Þá hafi slegið þögn á
hópinn — en síðan hver af öðrum
hlaupið á fætur og hælt þeirri bók á
hvert reipi sem áður var nídd).
— Nei, svaraði Erenhúrg glott-
Hjá Erenbúrg
andi; þetta er skrýtla. Hitt er svo
rétt, að Stalín tók upp vörn fyrir
Storminn gagnvart Stalínsverðlauna-
nefndinni. Þeir höfðu þar áhyggjur
af því að í bókinni elskar Rússi
franska stúlku, en hann sagði að
þetta væri allt í lagi, hann hefði
kunnað vel við þessa frönsku stúlku
og yfirhöfuð gæti þetta allt saman
vel staðizt. En með því það var mik-
ill siður hjá Stalín að segja eitt og
gera allt annað, þá gaf hann út sama
ár, já í sama mánuði, lög sem bönn-
uðu hjónabönd við útlendinga, jafn-
vel við fólk frá Alþýðulýðveldunum.
Af skipulagsástæðum, eins og sagt
var. Þið voruð heppin að lenda ekki
í því.
— En vakti bókin ekki vonir —
og svo vonbrigði fólks sem svo var
ástatt fyrir? Komu menn ekki hing-
að til að brjóta rúður?
— Jú, ég fékk þá mörg bréf og
hjálparbeiðnir frá fólki sem ekki fékk
að ganga í hjónaband. En engu varð
um þokað.
Talið barst að hókum sem þá voru
að koma út.
— Ég er, sagði Erenbúrg, slæmur
lesari, hef lítinn tíma. Ég er núna
með fjórða hluta endurminninganna,
næst kemur að Spáni og Moskvu
1937. Það verður erfitt, á flokksþing-
inu var talað afstrakt, pólitískt, um
þessa hluti (átt er við 22.þing Komm-
únistaflokksins, en þar var mikið tal-
að um hreinsanirnar 1936—38 og á-
387